Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 20
hvort það hafi verið toppskarfur eða díla-
skarfur. En presti þótti skarfar vera svoddan
hræfuglar að slíkur matur skyldi aldrei koma
inn á hans heimili. Annað var uppi á
teningnum hjá öðrum Borgarpresti ónefnd-
um sem þótti skarfur góður til átu. Getur
Ásgeir þess að súrsaðar skarfslappir hafi
verið á boðstólum hjá presti og honum þótt
þær góðar. Þetta er eina skiptið sem
höfundar hafa rekist á heimild um að skarfs-
lappir hafi verið nýttar til matar. I yfiriits-
ritinu íslenskir sjávarhœttir er slíkra nytja
t.a.m. ekki getið (Lúðvík Kristjánsson 1986).
í örnefnalýsingu fyrir Rauðanes, skráðri
1939, er þess getið að Borgarlending heiti
þar sem Borgarmenn lentu með hey og
önnur eyjagögn úr Borgareyjum (Kristín
Ólafsdóttir 1939). í fasteignamati 1942 er
fuglatekja og selveiði enn talin til
hlunninda á Borg. Ekki er greint frá því
hver þessi fuglatekja hafi verið, en
líklegast er að átt sé við lundakofu,
hugsanlega einnig skarfatekju. I bók Jóns
Helgasonar (1967) er þess getið að
talsverð fuglatekja hafi verið í Borgar-
eyjum. Hann tilgreinir skarfsunga og
lundakofu, svo og nokkra selveiði. í
fasteignamati 1970 er á hinn bóginn ekki
getið neinna hlunninda af eyjunum (afrit
af fasteignaskrá 1970 frá Fasteignamati
ríkisins).
Nú á tímum eru Borgareyjar lítið
nytjaðar (Búnaðarsamband Borgarfjarðar
1993); meltekja löngu aflögð en lundi er
háfaður lítið eitt frá Rauðanesi, 250-300
fuglar á ári (Guðjón Viggósson og
Ingibergur Bjarnason, Rauðanesi, munnl.
uppl. 2001). Guðjón kannaðist ekki við að
selur hafi verið nýttur í Borgareyjum, svo
selveiði hefur líklega lagst af fyrir seinna
stríð, en fjölskylda Guðjóns keypti
Rauðanes 1935. Kristinn H. Skarphéðins-
son getur þess í óbirtri dagbók sinni að
tveir kópar hafi veiðst 12. og 13. ágúst
1975. Einn og einn selur hefur sjálfsagt
verið drepinn öðru hverju í eða við
eyjarnar, þótt nýting selahlunninda hafi
ekki verið með skipulegum hætti.
Minkur hefur fundist í Borgareyjum
(Guðjón Viggósson, munnl. uppl. 2001), þ. á
m. sumarið 1981 (Viggó Jónsson, munnl.
uppl. 1982). Hættan á því að minkur komist
út í eyjarnar hefur greinilega aukist undan-
farna áratugi því Stóreyrin, sem var langt úti
á firði, hefur sífellt teygt sig lengra og lengra
til lands (Viggó Jónsson og Ingveldur R.
Guðjónsdóttir 1984). Er nú svo komið að
ganga má þurrum fótum um malarrif þakið
kræklingi úr Stekkjarhöfða við Rauðanes út í
Borgareyjar. Ekki varð vart við mink né
ummerki eftir hann þennan júnídag sem
eyjarnar voru kannaðar.
Fuglum sem verpa í holum eins og lundinn
er alvarleg hætta búin ef minkur nær fótfestu
í eyjunum. Þannig urðu eyjarnar á sunnan-
verðum Breiðafirði fyrir miklum skakka-
föllum af völdum minks fyrir 40-50 árum
(Kristinn B. Gíslason 1995) og hefur
lundavarp enn ekki jafnað sig. Áratugir geta
liðið uns lundi nemur land á ný þar sem
honum hefur verið útrýmt, jafnvel þótt mink
sé haldið niðri. Því verður að sporna með
öllum tiltækum ráðum við landnámi minks í
Borgareyjum.
■ ÞAKKIR
Kærar þakkir fyrir veitta aðstoð við
talningar og aðra útivinnu fá Guðbjörg
Bergs, Magnús Magnússon og Þorgerður
Guðmundsdóttir. Guðjóni Viggóssyni í
Rauðanesi eru þakkaðar margvíslegar
upplýsingar, þ. á m. um eyjaheiti, einnig
Ingibergi Bjarnasyni, Rauðanesi, fyrir
upplýsingar um lundaveiði og rituvarp.
Örnefnastofnun íslands veitti aðgang að
örnefnaskrám fyrir jarðir á þessum
slóðum. Kristinn H. Skarphéðinsson lét
okkur góðfúslega í té ljósrit af dagbókar-
færslu úr Borgareyjum. Pálína Héðins-
dóttir, bókasafnsfræðingur á Náttúru-
fræðistofnun íslands, aðstoðaði við öflun
heimilda. Að endingu aðstoðaði Guð-
mundur Guðjónsson, landfræðingur á
Náttúrufræðistofnun, við að mæla stærð
eyjanna og Lovísa G. Ásbjörnsdóttir
teiknaði 1. mynd. Þeim er öllum þökkuð
aðstoðin.
194