Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 26

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 26
Þriðjungur af enda þess vinstri er þykkur, en sá hægri er hins vegar allur mjór. A bíldunum eru hök sem vita fram en þau auðvelda gaddinum að grafa sig inn í húð fórnarlambs. A bíldunum eru einnig tveir þunnir himnufaldar sem leggjast hvor yfir annan og mynda þannig, ásamt stingnum, hólk sem eiturvökvinn rennur eftir. Á stingnum innanverðum eru skynhár, sem •talið er að gefi m.a. til kynna stöðu stingsins :inní í fómarlambinu. Eitrið er framleitt í tveim mjóum, þráðlaga kirtlum sem sameinast í framenda á vöðva- ríkum eitursekk, þar sem eitrið er geymt. Eitursekkurinn er hægra megin í gaddholinu. Ur aftanverðum sekknum liggur nokkuð þykk, hlykkjótt eiturrás sem gengur inn í rót gaddsins og opnast í honum miðjum. ■ STUNGUR Þegar gaddinum er beitt koma við sögu nokkrir vöðvar sem senda hann út úr afturendanum og keyra hann á kaf í húð fómarlambsins. Stungan sjálf er furðu flókið ferli. Bfldamir tveir vinna á víxl við að grafa sig ofan í húðina og draga stinginn með sér. Hægri bfldurinn, þ.e. sá mjói, grefur sig fyrst niður fyrir fyrsta hak, sá vinstri fylgir eftir niður fyrir annað hak, þá tekur sá hægri við aftur, grefur sig enn neðar og svo koll af kolli þar til stingurinn sjálfur er kominn vel inn. Þá verður samdráttur í vöðvavegg eitursekks- ins, eitrið sprautast niður eiturrásina og niður í gegnum gaddinn. Allt þetta gerist á sekúndubroti, eins og þeir vita sem reynt hafa. ■ EITRIÐ OG ÁHRIF ÞESS Eitrið nota geitungarnir fyrst og fremst sér til varnar. Því er ekki ætlað að drepa fórnarlömbin heldur frekar að meiða þau, skelfa og reka á flótta. Eitrið hentar alls ekki vel til að drepa bráð. Til þess er það í raun of veikt og seinvirkt. Ef það ætti að vera áhrifaríkt drápsefni þyrfti miklu meira magn af því en einstakar stungur geta af sér. Eitur dýra sem drepa bráð þarf að vera afar fljótvirkt og virka fyrst og fremst lamandi á taugakerfi bráðarinnar. Eitur geitunga er samt sem áður flókið að samsetningu enda ætlunarverk þess mjög sérhæft. I því eru efni af ýmsum efna- flokkum, amín, peptíð, ensím og alls kyns stakar kjarnsýrur. Til amína teljast hist- amín, 5-hýdroxýtrýptamín, dópamfn, nór- adrenalín, adrenalín og asetýlkólín (í tegundum af ættkvíslinni Vespa); af pep- tíðum skal nefna sérstök kínín og af ensímum hafa greinst fosfólípasar A og B, hýalúrónídasi, fosfatasi og histidín- dekarboxýlasi. Ekki er talið að kjarnsýr- urnar hafi mikið gildi fyrir virkni eitursins, heldur er frekar gert ráð fyrir að þær séu úrgangsefni sem verða til við eiturfram- leiðsluna. Hins vegar geta þar á meðal leynst efni sem valda ofnæmisviðbrögð- um hjá viðkvæmum fórnarlömbum. Ef eitur geitunga er borið saman við eitur mjög eitraðra kvikinda eins og sporð- dreka, þá inniheldur eitur þeirra síðar- nefndu einnig töluvert af 5-hýdroxý- trýptamíni og hýalúronídasa en hins vegar ekkert histamín. Aftur á móti er umtalsvert magn af histamíni að finna í líkömum ýmissa fiðrilda og maríubjallna sem virðist eiga ríkan þátt í að gera þau dýr óæt eða ólystug fyrir skordýraætur. Mörg þeirra efna sem nefnd hafa verið er að finna í líkamsvessum fórnarlamba geitunganna án þess að valda þeim skaða. Hins vegar er styrkur þeirra miklu meiri í eitrinu og veldurþað eituráhrifunum. Amínum er ætlað að valda sársauka í stungusárinu. Þau valda einnig ertingu og roða í húð umhverfis stunguna með því að koma af stað auknu blóðstreymi um hár- æðarnar. Kínín veldur lækkuðum þrýstingi í slagæðum, nokkrum sársauka og roða og samdrætti í sléttum vöðvum. Fosfólípasar eyðileggja frumur og hamla blóðstorknun; valda einnig roða í húð. Hýalúrodínasi eykur gegndræpni bandvefs sem aftur gerir það að verkum að eituráhrifin dreifast hratt nokkuð út frá stungusárinu. Áhrif geitungastungna á fólk eru ákaf- lega einstaklingsbundin. Þau fara m.a. 200
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.