Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 31
T RAUSTHOLTSHÓLMI
í Þjórsá
ÁSGEIR PÉTURSSON
egja má að ósasvæði Þjórsár
hefjist þar sem áin fellur fram úr
þrengslunum fyrir neðan Urriða-
________foss - gegnt Kálfholti að austan
en Egilsstöðum að vestan. A hún þá ófarna
sem næst 16 km leið til sjávar - 6 km frá
Gijótnesi að Feijuhamri við Sandhólafeiju, 4
km þaðan að Traustholti í Traustholtshólma
og 6 km úr því fram að útfalli sínu. Strax og
áin kemur fyrir Grjótnes, sem er austan ár,
breiðir hún úr sér og verður farvegur hennar
fljótlega um tveggja kílómetra breiður að
sandeyrum meðtöldum og breikkar enn meir
þegar komið er fr am iyrir Ferjuhamar, svo að
um Sýrlækjarbót er hún orðin um 3 km. Þeirri
breidd heldur hún alla leið fram að útfalli.
■ SÝRLÆKJARBÓT
Fyrir neðan Feijuhamar eru tveir grasi vaxnir
hólmar við vesturlandið, fyrst Sýrlækjarbót,
sem liggur fyrir landi Sýrlækjanna, og segir
Jarðabók Áma Magnússonar og Páls
Vídalín árið 1709 (II, bls. 166) að Sýr-
lækjarbæir „hafí fyrst staðið í Sýrlækjarbót
Ásgeir Pétursson var fæddur 1906 á Eyrarbakka.
Hann stundaði nám í Samvinnuskólanum og fram-
haldsnám í samvinnufræðum í Edinborg og Kaup-
mannahöfn. Hann var sjómaður og verkamaður og
lengst af búsettur í Kópavogi og síðar í Reykjavík.
Ásgeir og Dýrleif Árnadóttir kona hans dvöldu um
árabil sumarlangt á landarcign sinni í Þjórsárósi,
Traustholtshólma, þar sem Ásgeir vitjaði laxaneta
og æðarvarps. Hann lést 1992.
og þaðan færðir í manna rninni". Trúlega
hefur frákast árinnar við Ferjuhamar, þegar
hún stíflast af jakaburði, hjálpað sandfokinu
og uppblæstrinum að losa Bótina frá megin-
landinu. Jarðvegur er þarna mjög sendinn
og laus í sér og landállinn örgrunnur og
vatnslítill. I Bótinni verpir bæði gæs og
æður, nytjað af Sýrlækjarbændum þar sem
eyjan tilheyrir jörðum þeirra. Sunnan og
neðan við Bótina er mikill eyraklasi alla leið
niður að bænum Selparti. Mun þetta ásamt
Skúmeyrarsvæðinu vera langþéttbýlasta
selabyggð í ánni, en að því verður nánar
vikið síðar.
■ TRAUSTHOLTSHÓLMI
Nærri tveimur kílómetrum neðar er
Traustholtshólmi, eða Traustholtið eins og
það er kallað í gömlum skrifum. Engar
heimildir eru fyrir því hvenær Traustholt
varð viðskila við vesturlandið en munnmæli
eru á kreiki á þessum slóðum að í miklum
vatnavöxtum hafí áin náð því að komast í
áveituskurð og ekki farið úr honum síðan.
Fellur nú megináin vestan Traustholts í
áætluðu hlutfalli 1 á móti 3 og heitir þar síðan
Traustholtshólmi. Hólminn var í byggð fram
til ársins 1880.
Jarðabók Árna og Páls frá 1708 nefnir
bæði Traustholt og Traustholtshólma og
Manntal 1703 Traustholtshólma. Jarða-
bókin segir um Traustholt að því sé „sundur
Náttúrufræðingurinn 70 (4), bls. 205-2 J 2, 2002.
205