Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 32

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 32
skift í fimm parta og sundurdeilda bæi. Mesti partur jarðarinnar er kallaður Traustholts- hólmur." „Landskuld hér af áður verið 1 hundrað og tíu álnir, nú 40 álnir, því lækkuð að stórskaði féll á jörðina." Svipað segir urn hina partajarðarinnar. Traustholtssel geldur 60 álnir, en fyrir 13 árum 100 álnir, Arabær 60 álnirenfyrir 16-17 árum lOOálnir, Arabæjar- hjáleiga 30 álnir, fyrir 10 árum 65 álnir og Krókur 40 álnir, fyrir 10 árum 70 álnir. Hvort sá „stórskaði" sem Jarðabókin segir að „hafi áfallið" kringum 1690 er hinn sami og varð þegar áin skildi Traustholt frá meginlandinu er ekki gott að segja, en ekki er sú tilgáta ósennilegri en hver önnur. Sennileg skýring þessa áfalls er sú að íshrönn hafi hlaðist upp og stöðvast á grjóthafti því sem liggur þvert yfir árbotninn fyrir austan Hólmann með sömu stefnu og Traustholtið, stöðvað framrennsli árinnar og hækkað vatnsyfirborðið nógu mikið til þess hún náði skurðinum og þar með hindrunarlausu rennsli. I Traustholtshólma verpir gæs, 60-70 hreiður, æður 130 hreiður, 30—40 andapör af ýmsum tegundum og krían er byrjuð að nema þar land í norðurtanganum. Þetta var sumarið 1965, nytjað af eiganda. Austan við Hólmann rennur áin eða þessi !4 hluti hennar í þrem breiðum álum og er hér sem annars staðar átt við meðalrennsli, því frávik frá því á hvom veg sem er breytir þeirri mynd sem blasir við sjónum manna svo ótrúlega mikið að ókunnugir þurfa að sjá til að skilja. í þessum álum fæst sjó- birtingur og einn og einn lax og tel ég að álarnir tilheyri eingöngu Traustholtshólma miðað við legu þeirra sumarið 1965. Alar þessir flatskella suður og austur um eyrarflákana og taka með sér vatn úr álum sem eru lengra að komnir. Utrennsli þeirra í aðalána er þvert í gegnum langa eyri sem liggur alla leið frá neðri tanga Hólmans og fram að sjávarkambi og rennur megináin við vesturjaðar þessarar eyrar. Þessi eyri er ein af 5 sellátmm sem ég veit um í ánni - og var langbesti veiðistaðurinn þegar ég man fyrst eftir 1918-1919. Á síðustu árum er eins og selurinn hafi lagst frá þessari eyri, hvort sem sandbleytu eða styggð af mannavöldum er um að kenna. Handan þessara ála er ársandurinn, rás- aður örgmnnum vatnslænum hingað og þangað og melhólar vaxnir melgrasi á víð og dreif og eru þeir til að sjá eins og húsa- eða bæjaþyrpingar. Mörk Traustholtshólma tel ég vera: 1. Að vestan: Um miðja á. 2. Að ofanverðu: Lína dregin úr hreppa- mörkum Gaulverjabæjarhrepps og Villinga- holtshrepps í sýslumörk. 3. Að austan: Sýslumörk. 4. Að neðanverðu: Lína dregin úr marka- girðingu milli Fljótshóla og Króks yfir í sýslumörk. ■ ÞJÓRSÁRÓS Skúmeyrar heitir smáhólmi - vaxinn hvannstóði - skammt fyrir neðan Traust- holtshólma. Þar verpir veiðibjalla og er varpið nytjað frá Fljótshólum. Ekki hef ég nægan kunnleik til að segja um hvernig áin deilir sér um Skúmeyrarhólmana en af ýmsum sólarmerkjum held ég að megin- magn árinnar renni austan við. Rétt neðan við Skúmeyrarhólmann er eyraklasi og eru það fremstu eyrar í ánni. Þar gætir flóðs og fjöru þegar stórstreymt er, að því er mér hefur verið sagt. Þarna er önnur mesta selabyggð í ánni. Ármynnið er varla meira en 200-300 metra breitt skarð í sandeyrina sem liggur milli sjávarins og hins mikla lóns sem myndar neðsta hluta ósas- væðisins. Þar er allt á mikilli hreyfingu, sérstaklega þegar lágsjávað er. Þar kyngir fram hundruðum þúsunda - eða milljónum - smálesta af sandi og möl árlega, sem áin flytur með sér alla leið innan af öræfum og brimið hleður svo upp utan frá. Oft má hitta fyrir stóra eyrarfláka í meginánni, rétt undir vatnsborði, sem eru á ferð niður eftir og færast máske um 10-20 metra eða meira á einum sólarhring. Færslan fer fram á þann hátt að efri hluta skeflir í sífellu fram af neðri rönd og komi hlaup kemur í ljós þegar aftur sjatnar að eyri sem hefur verið á móts við Selpart í byrjun hlaups er komin fram fyrir Hólmaberg þótt ekki líði nema 2- 3 dagar. 206
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.