Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 34
Loftmynd frá Landmælingum íslands af Þjórsá og umhverfi Traustholtshólma sem er hér
fyrir miðri mynd. Loftmyndin er tekin í ágúst 1978 en síðan hafa nokkrar breytingar orðið
á umhverfi árinnar á þessum slóðum.
í Ámessýslu: Egilsstaðir, Villingaholt,
Efri-Gróf, Mjósund, Forsæti, Ferjunes, Efri-
og Syðri-Sýriækur, Traustholt, Selpartur,
Hólmasel, Arabær, Arabæjarhjáleiga, Krók-
ur og Fljótshólar.
Allt og sumt sem Jarðabók Áma Magnús-
sonar og Páls Vídalín hefur að segja um
selveiði í Þjórsá er bundið við tvær jarðir,
Fljótshóla og Traustholt. Um Fljótshóla
segir: „Selveiði hefur áður verið í Þjóssá,
hefur ekki brúkast í manna minni, en áin
hefur borið sand í nótlagnimar so menn
halda nú þessa selveiði ekki gagnvæna þó
iðkuð væri.“ (II bls. 4.) Um Traustholt segir:
„Selveiðivon sæmileg og brúkast árlega,
fylgir þessi selveiði Traustholtshólma, en
ekki öðmm pörtum." (II bls. 8.)
Þegar Jarðabókin er tekin saman fyrir
Fljótshóla og Háf, 1708-1709, eru báðar
jarðimar í eigu Skálholtsstóls. Þórður
Þórðarson sem var ráðsmaður Skálholts-
stóls 1712 bjó lengi í Háfi og dó þar 1747.
208