Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 38

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 38
standa upp úr árflaumnum og þangað bjargar skúmurinn eggjum sínum úr gras- toppum lágeyranna ef hlaup gerir um eggtíð en allur selurinn flýr til sjávar. Næsta dag er máske allt eins og áður var nema ný eyri komin fram eða önnur horfin og selur kominn um allar eyrar eins og fyrr. „Til lands sækir djúpsins líf.“ Með aprílmánuði hefst hin mikla ganga frá sjónum upp ána og meðfram henni. Fyrst er veiðibjallan, sem kemur um það leyti sem lax- og silungsseiðin halda niður í ósinn til að venjast salta vatninu og búa sig með því undir dvölina í sjónum. Næst er gæsin, sem fer um suður- loftið eins og skúraleiðingar á leið sinni inn yfir ströndina til varplanda sinna. Og svona heldur þetta áfram, skúmurinn, flughraður og sterklegur, endur ýmissa tegunda, æðar- fuglinn, tjaldurinn og stelkurinn, allt eru þetta fuglar sem una sér vel í nálægð hinnar miklu móðu. Eða hvað um fugla júlímánaðar - kríuna yfir ánni, hina starfsömu og síkviku sendlinga, lóuþræla og sandlóur sem leita sér fæðu við lón og í þomuðum dældum austureyranna og fara sem vindsveipur um víðáttur sandsléttunnar við minnstu styggð. Eða breiður eyrarrósarinnar, þessa fagra, harðgera en skammlífa blómsturs sem logar eins og glóð um allar eyrar í ágústbyrjun. Og svo einn góðan veðurdag, þegar langt er liðið á sumar, byrjar gæsin flugæfingar sínar og er engu líkara en ósinn sé kennslu- og æfingasvæði ungfuglsins fyrir ferðina til vetrarheimkynna sinna. Þar með er enn einu sumri lokið. Frá ritstjóra: Grein þessi barst ritnefnd Náttúrufræðings- ins haustið 1998 frá Pétri Péturssyni fyrr- verandi útvarpsþul en hann er bróðir höfundar. Ekki er ljóst hvar greinin átti að birtast; e.t.v. hefur hún í upphafi verið hugsuð fyrir Náttúrufræðinginn. Hvað sem því líður er ljóst að í henni er dreginn saman mikill fróðleikur um náttúrufar og sögu sem á fullt erindi við lesendur þessa tímarits í dag þótt liðinn sé hálfur fjórði áratugur síðan punkturinn var settur aftan við síðustu setninguna. Engan þarf að undra þótt höfundur veki athygli á fornum ákvæðum um hagsmuni Traustholtshólma. Slíkt ber aðeins vitni varðstöðu hans gagnvart nágrönnum. Greinin ber vott um glöggt auga Ásgeirs fyrir umhverfi sínu og náttúru. Þjórsá hefur breyst síðan þetta var skrifað. Miðlun í uppistöðulónum á hálendinu veldur því að rennsli árinnar er mun jafnara en áður var. Flóð og þurrðir eru bæði fátíðari og minni og ágangur og landbrot hafa vafalítið minnkað. Hvort dýralíf hefur breyst af þessum sökum er ritnefnd ekki kunnugt um, en ef einhver vill rannsaka það er þessi grein ágæt til viðmiðunar. Greinin birtist hér lítið breytt frá höfundarins hendi. Örfáar setningar hafa verið felldar út og milli- fyrirsögnum skotið inn í textann. 212

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.