Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 39

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 39
JÓHANN PÁLSSON Landnám PLANTNA VIÐ Gullinbrú ar sem landi hefur verið umbylt við gerð mannvirkja, svo sem við húsbyggingu eða vegarlagn- ingu, er algengt að gengið sé þannig frá umhverfinu að landið er mótað með jarðýtu, sléttað, grófasta grjót fjarlægt og síðan sáð í það blöndu af grasfræi og tilbúinn áburður borinn á. Þessi frágangur skilar oftast góðum árangri. Fyrstu árin á eftir ber mest á sáðgrösunum en smám saman láta þau undan fyrir gróðri sem er betur lagaður að staðháttum og gróðurfar tekur að breytast, hratt í fyrstu en smám saman hægar þangað til myndast hafa mismunandi gróðursamfélög sem eru í jafnvægi við aðstæður á hverjum stað. A árunum 1987-1992 gerði Rannsóknastofnun landbúnaðarins tilraunir og athuganir á uppgræðslu vegkanta fyrir Vegagerð ríkisins (Áslaug Helgadóttir og Sigurður H. Magnússon 1992). Ekki hafa, mér vitanlega, verið gerðar aðrar athuganir á þessu sviði. Framvinda gróðurs gengur hægt fyrir sig og ferlar hennar ólíkir frá einum stað til annars. Svæðin eru það ung að enn er langt í land að lokastigum gróðurframvindunnar sé náð. Enn er því margt á huldu urn hvaða mögu- leikum íslensk náttúra býr yfir til að mynda Jóhann Pálsson (f. 1931) er líffræðingur að mennt og lauk kand.fil.-prófi frá Uppsalaháskóla 1973. Hann stundaði doktorsnám við grasafræðideild Uppsalaháskóla á árunum 1973-1979, viðfangs- efni Poa glauca/nemoralis á Islandi og í nágranna- löndunum. Hann var forstöðumaður Lystigarðsins á Akureyri 1978-1985 og garðyrkjustjóri Reykja- víkurborgar 1985-2001. Náttúrufræðingurinn 70 (4), bls. 213-221, 2002. fjölbreytt og stöðug gróðursamfélög. Á tanganum sunnan við Gullinbrú í Reykjavík er rúmlega þriggja hektara svæði sem sáð var í árið 1985. Síðan hefur gróðurfar stöðugt verið að breytast þar og eru þegar farin að myndast mismunandi gróðursamfélög. í lok júlímánaðar sumarið 2000 skráði ég allar þær tegundir æðplantna sem ég fann í þessum reit. Þar kom margt á óvart hvað varðar hæfni mismunandi tegunda til að dreifa sér og nema land á nýjum slóðum. Einnig er athyglisvert hversu frábrugðinn þessi listi er lista yfir þær æðplöntur sem numið höfðu land í þeim vegköntum sem athuganir Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins náðu til. Varð það til þess að mér fannst rétt að búa listann lil prentunar og láta hann ekki falla í gleymsku. ■ STAÐHÆTTIR Þegar verið var að skipuleggja byggð norðan við Grafarvog sýndi það sig að þörf væri á að leggja veg yfir voginn. Var því gerð fylling út í voginn og Höfðabakkinn framlengdur eftir henni endilangri og tengdur með Gullinbrú við byggðina fyrir norðan. Þessi fylling var gerð úr aðfluttu grjóti og jarðvegi sem aðallega var upp- gröftur úr húsgrunnum og vegstæðum. Yfirborð svæðisins var svo grófjafnað 1985, sáð í það blöndu af erlendu grasfræi og tilbúinn áburður borinn á (Jóhann Diego, munnl. uppl.). Aðeins var borið á svæðið í 213
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.