Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 48
Fréttir HLÝVIÐRISSPÁÁ HÁLUM ÍS Árið 1917 fóru jámbrautalagningarmenn í Nenana í Alaska að drepa tímann í fásinninu með veðmálum. Þeir komu búlka úr timbri fyrir á ákveðnum stað úti á lagnaðarís og veðjuðu um það hvenær ísinn myndi hætta að bera hann. Þetta tiltæki hefur haldist óslitið síðan og vinsældir þess vaxið svo mjög að í ár voru ríflega 300 þúsund dalir greiddir í vinninga. Utkoman hefur ævinlega verið samviskusamlega skráð, og fræðimenn við Stanfordháskóla hafa nú reiknað það út að hin síðari ár hafi þíðan verið að meðaltali fimm og hálfum degi fyrr á ferð en fyrir 84 ámm. Gambling on thin ice. New Scientist 3. nóv. 2001, bls. 29. Ömólfur Thorlacius tók saman. NÁKVÆMASTA ARMBANDSÚRIÐ Úrsmiðjan Junghans býður fullkomnunarsinnum nú einkar nákvæmt armbandsúr. Það er knúið sólarorkurafhlöðu og getur gengið í hálft ár í niðamyrkri (hver sem nú hefur gagn af því). Gangurinn er daglega leiðréttur með 77,5 kHz útvarpsmerki frá sesíumklukku. Þetta ágæta gangverk er í léttum kassa úr keramík sem engum veldur ofnæmi og er að sögn framleiðanda (eða auglýsingastofu hans) hin ákjósanlegasta jólagjöf sem sameinar fegurð, stíl og hátækni. Verðið í Bretlandi er 449 sterlingspund (nærri 70 þúsund krónur) og nánari upplýsingar fást á www.Watch-Heaven.com. Örnólfur Thorlacius tók saman eftir auglýsingu í New Scientist í október og nóvember 2001. SNIFF í STAÐ VIAGRA? Hjá Palatin Technologies, Edison, New Jersey í Bandaríkjunum, er nú unnið að gerð nefúðalyfs sem á að verka hraðar en Viagra og verður, ef svo heldur fram sem horfir, fyrsta virka lyfið til að örva kynkaldar konur. Tilraunir á dýrum og mönnum sýna að tilraunalyfið PT-141 örvar kynhvöt hjá báðum kynjum. Ólíkt Viagra, sem verkar á kynfærin, beinast áhrif nýja lyfsins að heilanum. Það virkjar stöð í undirstúku heilans þar sem náttúran myndi, að sögn Anette Shadiack sem veitir rannsóknum á nýja lyfinu forstöðu, „við eðlilegar aðstæður setja kynhegðun af stað“. Tilraunir leiddu í ljós að kvenrottur sem fengu lyfið örvuðu karla sína til kynmaka sjö til átta sinnum oftar en viðmiðunarrottur sem ekki fengu það. Fyrstu tilraunir á karlmönnum benda til þess að það hafi engin áhrif á blóðþrýsting, hjartslátt eða öndunartíðni, ólrkt því sem stundum greinist hjá neytendum Viagra. Á næsta ári mun Palatin hefja skipulegar tilraunir á áhrifum nýja lyfsins á konur og karla. Hot on the scent. New Scientist 3. nóvember 2001, bls. 11. Örnólfur Thorlacius tók satnan. 222

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.