Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 51

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 51
1. mynd. Andastofnar við Mývatn hafa verið vaktaðir síðan 1975 (Arnþór Garðarsson og Árni Einarsson 1997). Hér sést hávella Clangula hyemalis á Boðatjörn við Mývatn. Ljósm. Jóhann Oli Hilmarsson, maf 2001. þeim. Vistfræði þeirra er allvel þekkt. Fuglar eru oft ofarlega í fæðukeðju svo þekking á þeim getur gefið vísbendingar um ástand neðar í tiltekinni keðju og um þætti sem magnast upp eftir fæðukeðjum, þar á meðal áhrif þrávirkra efna. Fuglar eru oftar en ekki mjög hreyfanlegir. Þeir nota yfirleitt marg- breytileg búsvæði yfir árið og þekking á fuglum gefur því aðrar upplýsingar en vitneskja um lítt hreyfanleg dýr. Síðast en ekki síst er víða fjöldi áhugamanna um fugla og því unnt að afla talsvert meiri gagna en almennt gerist um aðra hópa dýra (Green- woodo.fl. 1995). Stofnrannsóknir á algencum FUGLUM AF FRÆÐILEGUM ÁHUGA Við rannsóknastofnanir um allan heim eru gerðar rannsóknir á algengum fuglum til að efla skilning á náttúrunni, vistfræðinni til framdráttar (1. tafla). Agætt dæmi um slíka langtímarannsókn er rannsókn á meisum sem gerð hefur verið við Oxford-háskóla frá árinu 1947 (Lack 1966, Perrins 1991). Aðstæður til þessarar rannsóknar eru einkar góðar. Hún hefur farið fram í Wythamskógi sem er í eigu háskólans og því fær rann- sóknarbúnaður, eins og hreiðurkassar, nær algerlega að vera í friði. Hreiðurstaðir í skóginum eru af skornum skammti svo að flotmeisumar Parus major (blámeisur Parus caeruleus hafa einnig verið skoðaðar ) verpa flestar í hreiðurkassa háskólans þar sem gott er að fylgjast með þeim. Meisurnar eru algerir staðfuglar og auðvelt er að veiða þær á vetrum. Því er hægt að fylgjast með afkomu þeiiTa allt árið. Rannsóknin fær reglulega fjárveitingu frá háskólanum, enda er það nauðsynlegt ef halda á úti langtíma- rannsókn (Lack 1966). Rannsóknirnar hafa beinst að ýmsum stofnþáttum. Með því að skoða ábúð varpkassanna má áætla stofn- stærð. Lífslíkur fullorðinna meisa og unga eru metnar bæði á varptíma og utan hans. Eitt atriði sem sérstaklega hefur verið skoðað er þróun urptar. (Með urpt er átt við öll egg úr einu hreiðri. Urpt er oft mjög stöðug; t.d. verpa flestir vaðfuglar fjórum 225
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.