Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 53

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 53
stærð og 250 m frá næstu höfn. Gott að- gengi og einföld fram- kvæmd auðvelda lang- tímarannsóknir mikið. Annar þáttur sem auð- veldar rannsóknina er samhæfður og lítt breytilegur varptími tegundarinnar, sem veldur því að vinnu- framlagið er minna en ella. Ungfuglar af þessari tegund verpa í fyrsta skipti þegar þeir eru 4-15 ára gamlir. Þegar um langlífar teg- undir eins og þessa er að ræða er bráðnauð- synlegt að rannsókn standi lengi til að varpa ljósi á ýmsa stofnþætti. Til dæmis er dánartíðni varpfugla mest í elstu aldursflokkunum. Um það höfðu engar vís- bendingar fengist að 20 árum liðnum. Varptíma- bilið 1988-1989 (varp- tíminn á þessu svæði nær yfir áramót) komust aðeins tveir ungar á legg úr allri byggðinni. Líklegasta ástæðan er svelti vegna breyttra hafstrauma sem höfðu í för með sér breytingu á dreifingu ljósátu, sem er algengasta fæða skrof- unnar. Stöku sinnum hefur stórlega dregið úr varpárangri vegna þess að ungar drukkna í holum í kjölfar stórrigninga. Til að hægt sé að meta áhrif sjaldgæfra atburða eins og þessara á stofna er nauðsynlegt að fylgjast með þeim í langan tíma (Bradley o.fl. 1991, O’Connor 1991). Erfitt virðist vera að meta hvort veiðar innfæddra hafi skaðleg áhrif á stofninn. Skrofudauði í reknetum utan varptíma á öðrum hafsvæðum virðist jafnvel vega þyngra en ungadrápið (Bradley o.fl. 1991). 2. mynd. Rannsóknir á teistu, Ceppus grylle, hafa veríð stundaðar á Breiðafirði í rúman aldarfjórðung (Fredriksen og Ævar Petersen 1999). Ljósm. Jóhann Oli Hilmarsson, júlí 1997. ■ UPPBYGGING OG TÍMAÞRÓUN LANGTÍMA- RANNSÓKNA Því lengur sem rannsókn varir og þekking á viðfangsefninu eykst þeim mun auðveldara er að spyrja afmarkaðra spurninga og þróa aðferðafræði. Allnokkur góð dæmi eru til um fuglarannsóknir sem byrjuðu smátt en hafa síðan undið upp á sig. Árið 1950 hófst á Eynhallow (Eynni helgu) í Orkneyjum rannsókn á fýl (Ful- marus glacialis) sent staðið hefur allar götur síðan (Dunnet 1991 b). í fyrstu var ætlunin að prófa tilgátur sem uppi voru um að fýlar yrpu ekki árlega og sjá hversu gamlir 227

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.