Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 58
eldfjallsins tætist sundur, flýgur í loft upp,
en annar hrapar í djúpið. Eftir verður askja
(caldera). Svo hefst nýtt tímabil með
eldvirkni inni í öskjunni. Meginaskjan í Poas
er 7 x 10 km2, sú minni er 3,4 x 6,5 km2. Ástand
eldstöðvarinnar virðist síbreytilegt og út frá
þeirri stöðu sem ríkti í Poas fyrir fáum árum
telst nú líklegt að senn kunni að draga til
alvarlegra tíðinda.
Spurningin vaknar hvort hér hafi fundist
lögmál og hvort fundur þess kunni að opna
möguleika fyrir langtímaforsögn um
eldvirkni. Árið 1973 var askjan í Poas mikið
gímald, um 200 m djúpt, með sléttan botn
sem í var mikið niðurfall með lóðrétta 5-6 m
háa hamra kringum leirtjörn (laguna
caliente), sem að jafnaði var 60-80°C heit og
með 0,5 pH. Yfirborðið breytist nokkuð í takt
við þurrkatíma og regntíma. Leirgos snarlík
Geysisgosum hafa þar oft orðið og sum náð
fima hæð en virðast ekki hafa verið regluleg.
I suðurenda tjarnarinnar var gígur með
hvæsandi gufuaugum og 940°C hita. Þar
mátti að jafnaði, í myrkri, sjá í glóð og
smávegis öskugos hafa þar tíðum orðið.
Talið er að Poas hafi gosið um 40 sinnum frá
því um 1920 en óvíst er hvort sum þessara
gosa hefðu talist gos á okkar mælikvarða. Hitt
er fullljóst að Poas er sívirk eldstöð.
Um 1992 höfðu orðið í Poas-öskjunni mjög
miklar breytingar frá því sem áður var. I stað
tjarnarinnar sem mjög hafði lækkað voru
mörg og dýpri niðurföll með vellandi
brennisteini. Mun slíkt einsdæmi á vorri jörð
(Oppenheimer og Stevenson 1989). Allt er
þetta svæði stórkostlegt og væri líklega á
nútíma íslensku fjölmiðlamáli talið náttúru-
undur eða náttúruperla. Þar er nú þjóð-
garður sem nær yfir 5000 hektara. Varðstöð
er á barmi öskjunnar og þangað er ágætur
vegur.
■ KATLA
Þann bungulaga fjallabálk sem Mýrdals-
jökull að mestu klæðir verður hér litið á sem
sköpunarverk eldstöðvar þeirrar sem hlotið
232