Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 60

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 60
 3. mynd. Virkasti gígurinn 900°C 1973. Ljósm. Jón Jónsson. ekki verður það gert að sinni. Mikil leit að kísilþörungum gaf engan árangur. Svo mikið lífrænt efni er í þessu að hugsast gæti að 14C-aldursákvörðun gæti gefið einhverjar upplýsingar. Um stærð vatnsins verður ekkert sagt með vissu en þykkt setsins og ástand þykir benda til þess að ekki hafi það smápollur verið eða skammtímamyndun. Borunin náði niður á 420 m dýpi. Holutoppur er sem næst í 70 m hæð y.s. samkvæmt korti. Holan nær því góðan spöl niður fyrir landgrunnskantinn, niður í landið sem einu sinni var. Með því að leika sér við að tengja holuna frá botni upp á holutopp og svo þaðan upp á Kötlugjárbarm, þar hæst til hans sést, fæst þversnið sem vel gæti verið 1300-1800 m. Með efna- greiningum gegnum slíkan bunka ættu að fást upplýsingar um hvort hér hafi orðið langtímabreytingar hliðstæðar þeim sem þekkjast nú frá Poas. Vonandi verður senn borað dýpra á þessum stað svo nýtt og skemmtilegt verkefni leggist fyrir nýja öld - að rekja sögu eldstöðvar þar sem austur og vestur togast á. Hvað sem verður, er gaman að hafa fundið gamalt grunnvatnsborð sem verið hefur vakandi vatn í landinu gamla. ■ HEIMILDIR Einar H. Einarsson 1982. Súra gjóskubergið á Sólheimum og víðar í Mýrdal. Eldur er í norðri. Reykjavík, Sögufélag. Jón Jónsson 2000. Eisa og eisuberg. Náttúru- fræðingurinn 70. 69-76. Oppenheimer, C. & Stevenson, D. 1989. Liquid sulphur lakes at Poas volcano. Nature, vol. 342. Posser, J.T. 1983. Geologia y variaciones magmaticas en la temporales a mediano plazo en la cima del volcan Poas Costa Rica. Boletin de Volcanologia n 15. Universidad Nacional HerediaC.R. PÓSTFANC HÖFUNDAR Jón Jónsson Smáraflöt 42 210Garðabæ 234

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.