Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 61
Þingvellir -
HELGISTAÐUR ÞJÓÐARINNAR
Pétri M. Jónassyni, prófessor í
vatnalíffrœði, var veitt heiðurs-
doktorsnafnhót í raunvísindadeild
Háskóla íslands á Háskólahátíð 5.
október 2001. Við það tækifœri flutti
hann rœðu fyrir hönd heiðurs-
doktora og vakti umfjöllun lians um
skógrœkt á Þingvöllum mikla athygli
og umrœður. Ræða Péturs fer hér á
eftir.
Herra forseti íslands, menntamálaráðherra,
rektor, starfsfólk og nemendur Háskóla
íslands.
Það hefur komið í rninn hlut að mæla fyrir
hönd heiðursdoktora. Það er okkur alveg
sérstakur heiður að hljóta heiðursdoktors-
nafnbót Háskóla íslands. Meirihluti okkar
starfar erlendis og nú hljótum við nafn-
bótina á heimavelli sem er meiri heiður en
ella, því eins og allir vita er enginn spámaður
í sínu föðurlandi. Eins og heyra má lít ég svo
á að ísland sé einnig heimavöllur hinna
dönsku vísindamanna sem hér eru.
Þegar ég gekk í skóla var Háskóli íslands
enn embættismannaskóli og hafði aðsetur í
Alþingishúsinu. Fyrsti rektor var norrænu-
fræðingurinn Björn M. Ólsen, sem reyndar
var frændi minn. Hann meitlaði strax stefnu
Háskólans sem kennslu- og vísindastofn-
unar í leit að sannleikanum. Svartklæddir og
virðulegir prófessorar og nemendur með
svartar stúdentshúfur gengu um dyr
Alþingis. Nemendur voru þá innan við
300.
Frá Háskólahátíð 5. október 2001. Pétur M. Jónasson í rœðustól. Ljósm. Kristinn
Ingvarsson.
Náttúrufræðingurinn 70 (4), bls. 235-237, 2002.
235