Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 64

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 64
Bréf 77/ Náttúrufræðingsins Ofveiði, OF LÍTIL VEIÐI EÐA KJÖRVEIÐI Eftirfarandi bréf til Náttúrufrœðingsins er endurbirt vegna mistaka sem urðu við prentun þess í 2.-3. hefti 70. árg. Er höfundur beðinn velvirðingar á þeim. Líffræðingar sem leggja á ráðin um nýtingu dýrastofna á landi og fiskistofna í vötnum hafa annað líkan við ályktanir sínar en líffræðingar sem leggja á ráðin um nýtingu fiskistofna sjávar. I líkaninu á landi er ástand dýrastofnsins á öllum aldri frá tímgun metið og síðan litið til þess við ráð um nýtingu, en við ráð við nýtingu fiska hafsins er litið til stærðar stofnsins í nýtanlegum árgöngum, en ekki til ástands stofnsins, þ. e. a. s. lífs- skilyrða eins og þau birtast í þrifum á öllum aldri. Þetta á ekki aðeins við ísland, heldur er almennt um heiminn. Sú fræðigrein er frumstæð sem ekki á samstætt líkan fyrir sama viðfangsefni, eins og hér reynist vera. Til marks um hversu sneydd líffræði hafsins er rannsókn á næringu, er ritið Haf- rannsóknir við Island, sem kom út í tveimur bindum (1988 og 1990), tæpar 800 blaðsíður. Atriðisorðaskrá fyrra bindis, en það nær til ársins 1937, geymir orðið næringu, en þó ekki í sambandi við þrif fiska; í skrá síðara bindis er það alls ekki að finna. Höfundurinn, Jón Jónsson, fjallaði reyndar um samhengi stofnstærðar og vaxtar í Náttúrufræðingnum 1964 (Ofveiði og kjörveiði, bls. 4—8), m. a. með þessum orðum: „Of lítil veiði getur verið jafn skaðleg og of rnikil veiði. Það hefur t. d. komið í ljós, að þau ár, sem mjög sterkir árgangar af þorski hafa verið í aflanum, hefur fiskurinn vaxið hægar en þegar lítið hefur verið af fiski í sjónum. Við skýrum þetta með því, að þegar mikið er um fisk sé ekki nóg fæða í sjónum fyrir allan þann fjölda.“ Enga athugun af þessu tagi er að finna í Hafrannsóknum við Island, enda vantar þessa grein Jóns í ritaskrá síðara bindis. Orðin í heiti greinarinnar, ofveiði og kjörveiði, koma varla fyrir í atriðisorðaskrá ritsins, ofveiði aðeins einu sinni í fyrra bindinu (um lúðu og skarkola) og í síðara bindi líka aðeins einu sinni, vegna athugana frá því fyrir seinni heimsstyrjöld, en orðið kjörveiði kemur aldrei fyrir í skránni. Vel væri, ef ritstjórn Náttúrufræðingsins tæki upp þráðinn í grein Jóns frá 1964 og efndi til rökræðna í ritinu um ofveiði, vanveiði og kjörveiði undir því sjónarhomi sem hann hafði þá. Björn S. Stefánsson, dr. scient. Kleppsvegi 40 105 Reykjavík http://www.simnet.is/bss Netfang:bss@simnet.is 238

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.