Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 70

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 70
breytingar. Breytingar á seltu eru mestar í yfirborðssjó en í djúpsjónum er nokkuð stöðugt seltuhlutfall. Vatnsþrýstingur hafsins er mjög mikill. Á 100 m dýpi er þrýstingurinn 10 loftþyngdir miðað við 1 loftþyngd við yfirborð sjávar. Á 19. öld héldu menn að líf gæti ekki þrifist í hafdjúpunum, en nú er vitað að jafnvel á dýpstu svæðum hafsins er lífverur að finna. Sjávarlífverur á miklu dýpi eru oft mjög sérhæfðar og standast þannig mikinn þrýsting. Mjög mikið er af lífrænum ögnum í sjó. Agnir sem eru stærri en 1,0 pm eru sýnilegar berum augum og hafa tilhneigingu til að falla til botns. Agnir sem eru minni en 1,0 pm sökkva hins vegar mjög hægt og dreifast lá- rétt vegna brownískrar hreyfingar (Butcher o.fl. 1998). Brownísk hreyfing er það nefnt þegar agnir í hafinu hreyfast til vegna stöðugra smásærra árekstra við vatns- sameindir og aðrar agnir í sjónum. Þannig er það ekki einungis eðlisþungi agna sem ræður því hve hratt þær sökkva til botns heldur einnig stærð þeirra. Smáar agnir í hafinu eru annaðhvort lifandi (bakteríur) eða dautt efni. Yfirleitt er mjög lítið af uppleystu lífrænu efni í sjó. Meðaltalsmagn lífræns kolefnis (TOC) er um 3 mg/1 eða 3 milljónustuhlutar (ppm - massahlutfall). Lífrænt efni sest lil í setlögum hafsins og hverfur þannig burt úr hafinu. Áætlað er að hver tiltekin eining af lífrænu efni dveljist í hafinu í um 10.000 ár að meðaltali. ■ NIÐURSTAÐA Niðurstaðan er því sú að hafið og lífríki þess taka virkan þátt í temprun loftslags og hringrás margra efna um jörðina. Flest efni og efnasambönd enda að lokum í hafinu og tekur það nokkur þúsund ár fyrir hafið að dreifa efnunum og þynna þau út. Með frekari rannsóknum á hafinu má öðlast betri skilning á vistkerfi jarðarinnar, mögulegum loftslagsbreytingum og öðrum þeim ferlum náttúrunnar er varða okkur mannfólkið miklu. ■ HELSTU HEIMILDIR Baird, Colin 1995. Environmental Chemistry. New York. Butcher, Samuel S., Charlson, Robert J., Orians, Gordon H. & Wolfe, Gordon V. 1998. Global Biogeochemical Cycles. London. Byatt, Andrew, Fothergill, Alastair & Holmes, Martha2001. The Blue Planet. Calvin, William H. The Great Climate Flip-flop. http:Wwww.theatlantic.com/issues/98jadn/ climate.html Corbis-myndabankinn. http:Wwww.corbis.com Geimferðastofnun Bandaríkjanna NASA. http:Wwww.nasa.gov Graedel, Thomas & Crutzen, Paul J. 1993. At- mospheric Change. An Earth System Perspec- tive. New York. Jón Benjamínsson 1992. Orðaskrá í jarðfræði og skyldum greinum. Reykjavík. Lalli, Carol M. & Parsons, Timothy R. 1993. Biological Oceanography: An Introduction. Oxford. The Oxford Dictionary of Quotations 1999. Ox- ford. Pinet, Paul R. 2000. Invitation to Oceanogra- phy. Boston. Unnsteinn Stefánsson 1991. Haffræði I. Reykjavík. PÚST- OG NETFANG HÖFUNDAR Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Línuhönnun hf. Suðurlandsbraut 4a 108Reykjavík ingibjorg@Ih.is 244

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.