Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 76

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 76
■ LANGA FERÐIN Á VIRKJUNARSLÓÐIR NORÐAN VATNAJÖKULS Langa ferðin var farin á slóðir Jökulsánna í Fljótsdal, á Dal eða Brú og á Fjöllum, dagana 21.-25. júlí. Þátttakendur voru um 100 og farið var á þrem bílum frá Guðmundi Jónas- syni hf. Fararstjórar voru Freysteinn Sigurðsson og Guttormur Sigbjarnarson jarðfræðingar og Eyþór Einarsson grasa- fræðingur, en þeir höfðu einnig leiðsögn í ferðinni. Leiðsögn við Snæfell (22. júlí) hafði Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur og við Eyjabakka Hákon Aðalsteinsson vatnalíf- fræðingur, leiðsögn um Hvannalindir (23. júlí) Kári Kristjánsson landvörður, en leiðsögn um Jökuldal og nálægt hálendi (24. júlí) hafði Páll Pálsson, fræðimaður frá Aðalbóli. Voru þær leiðsagnir allar með miklum ágætum. Gist var allar næturnar í tiltæku gistirými í Jökuldalshreppi hinum forna, Skjöldólfsstaðaskóla, Brúarásskóla og Hótel Svartaskógi á Hallgeirsstöðum í Hh'ð. Miðvikudaginn, 21. júlí, var lagt upp frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík um kl. 9 og ekið vestur, norður og austur um til Jökul- dals. Áfangi var í Borgarnesi en hádegishlé kl. 12-13 við Staðarskála í Hrútafirði. Aftur var áfangi í Varmahlíð í Skagafirði en kaffihlé við Shell-skálann utan Akureyrar upp úr kl. 16. Áfangar voru enn í Reynihlíð við Mývatn upp úr kl. 18 og í Möðrudal á Fjöllum um kl. 20, en komið var í gististaði á Jökuldal um og upp úr kl. 21. Veður var skýjað þegar upp var lagt en létti til þegar kom í Þingeyjarþing. Þurrt var að mestu, hægviðri og hiti 10-15°C. Skyggni var gott á leiðinni. Fimmtudaginn, 22. júlí, var lagt upp um kl. 9 frá Brúarási og ekið yfir Lágheiði og upp Fell, Fljótsdal og Fljótsdalsheiði inn undir Laugará, en þar var staldrað við og skyggnst um inn til Eyjabakka og um öræfin, auk þess sem litið var á jökulrispur og háfjallagróður. Þaðan var haldið áfram að Eyjabakkavaði á Jökulsá í Fljótsdal en þar var gert hlé kl. 11-12, skoðaðir fossar og flúðir í Jökulsá, fylgst með hrossamanna- hópi ríða yfir á vaðinu, litið á gróður og notið útsýnis til Snæfells. Fram var haldið inn á Snæfellsnes, þar sem gert var hádegis- hlé kl. 12-13VÍ í góðviðrinu á græn- gróðrinum, en Hákon sagði frá svæðinu. Þaðan var ekið að Snæfellsskála, þar sem Skarphéðinn tók við ferðinni, fylgdi henni út á Sauðárhnjúk og lýsti landinu. Kaffihlé var svo tekið við skálann, en þaðan var farið um 1 l'h og ekið til baka niður í Fljótsdal og út Skóga og Velli á Egilsstaði, þar sem áfangi var tekinn um kl. 20, en komið var aftur um kl. 21 á gististaði á Jökuldal. Dreift var á leiðinni nokkrum eintökum af tímaritinu „Glettingi“ (8. árg. 2.-3. tbl.), sem fjallar um Snæfells- slóðir og hugmyndir að virkjunum á Jökulsá í Fljótsdal og Jökulsá á Dal. Veður var bjart og hægt, suðaustan gola, þurrt og frekar léttskýjað, hiti 10-12°Cáfjöllum. Föstudaginn, 23. júlí, var lagt upp um kl. 9 og ekið um Jökuldalsheiði í Möðrudal, þar sem hafður var áfangi. Þaðan var ekið inn öræfi, litið yfir Arnardal af hæðinni austan dalsins, en ekki þótti rútufært niður að Dyngju, og svo áfram inn undir Kreppu- tungu, þar sem skoðuð voru ummerki hamfarahlaups og vikurfalls við suðurenda Þorlákslindahryggs og við Kreppubrú, en þangað var komið um tólfleytið. Ekið var þaðan upp og yfir Krepputungu og um brú á Jökulsá á Fjöllum við Upptyppinga og um vikrana upp að Dreka undir Dyngjufjöllum. Þar var tekið hádegishlé kl. 13Vá— 1 5‘á og gengu þá margir inn í Drekagil, en ófært reyndist inn að Öskjuvatni fyrir snjóum. Var þá ekið til baka og um Jökulsárbrú og Krepputungu í Hvannalindir, þar sem kl. 18- 19 var notið leiðsagnar Kára Kristjánssonar og tekið kaffihlé. Veður var þá farið að rysjast og var ekið tafarlítið aftur niður á Jökuldal. Farið var frá Kreppubrú um 20*/2, um Þríhyrningsleið, hjá Brú um kl. 22 og komið í gististaði um og upp úr kl. 23 um kvöldið. Veður var drungalegt um daginn, norðvestan og norðan gola eða kæla, skýjað og fjallaþoka, skúrir og hráslagi undir kvöld, hiti 8-10°C og fjallaskyggni lítið. Laugardaginn, 24. júlí, var lagt upp um kl. 10 og ekið inn Jökuldal. Var þá Páll Pálsson kominn til leiðsagnar um lönd og leiðir og 250
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.