Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 10
stafað af því að snjó kyngi niður eða skafrenningur hlaði upp sköflum. Einn- ig getur fall snjóhengju eða grýlukertis, steinkast eða farg skíðamanna komið af stað snjóflóði ef þekjan er mjög óstöðug. Flest snjóflóð falla meðan mikiö snjóar, eða rétt á eftir (sjá Töflu I). Falli 20^-30 cm þykkt snjólag á sólarhring er venju- lega mikil hætta á snjóflóðum. Þegar snjór fellur svo hratt hefur hið nýja snjólag ekki undan að setjast og auka styrk sinn. Einnig getur yfirþungi snjó- jækjunnar orðið svo mikill að djúp- stæður veikleiki í garnla snjónum bresti. Meginreglan við mat á snjóflóðum er því: Verið viðbúin snjóflóðum meðan vetrarhríðar ganga yfir og rétt eftir j)ær. Ef ekki er djúpstæður veikleiki i snjó- breiðunni (t. d. djúphrím) minnkar hættan þegar hinn nýfallni snjór nær að setjast og verða stöðugri. Nýfallinn snjór verður venjulega stöðugur ef hann sest meira en 15% á dag. Hraði jaessa sigs fer aðallega eftir hitastigi. Snjór sest hratt.ef lofthiti er frá -r- 1°C til -í-50C. Þegar loft- hiti í hríðarveðri er nálægt frostmarki stendur hættutímabilið aðeins í nokkrar klukkustundir eftir að hríð lýkur, snjór- inn sest fljótlega og aukin spenna dreif- ist um jnekjuna. En snjói í miklu frosti og kuldar haldast sest snjórinn lítið og hættutímabil getur varað svo dögum TAFLA I. Snjósöfnun og snjóflóð. (M. de Quewain 1972). Niðurstöður frá Sviss, sem gilda við vindhraða upp að 4 m/s (gola) og lofthita +2°C til -r 10°C Heildarþykkt nýsnævis, sem hefur fallið i 3 Snjóflóð sem falla: daga á upptaka- svæði flóða: Upp að 10 cm Sjaldgæf; mjög staðbundnar hreyfingar snjóþekju, einkum kóf- hlaup. 10—30 cm Einstök staðbundin flekahlaup. Tíð lausasnjóflóð. 30—50 cm Tíð staðbundin flekaflóð í halla yfir 35°. 50—80 cm Flekahlaup falla víða í halla 25—30°. Almenn snjóflóðahaetta ofarlega í hlíðum og einstök stórflóð berast niður í dalbotna, einkum í velþekktum hlauprásum. 80 1 20 cm I íð stórhlaup berast niður i dalbotna, einstaka sinnum utan kunnra hlaupfarvega. Yfir 120 cm Einstakar aðstæður. Sjaldgæf og áður óþekkt stórflóð geta fallið. A thugasemd: Við lofthita undir -r 10°C er sums staðar reiknað með heildarsnjókomu i 5 daga i stað 3. Við vindhraða yfir 4 m/s er við mat á snjóflóðum hlémegin í hlíðum reiknað með snjóflóðum einu eða tveimur þrepum neðar í skránni, eftir því hver vindhraðinn er og hve lengi snjókoman varir. Tilsvarandi tafla hefur ekki verið gerð hér á landi en meðan svo er mætti nota þessa töflu til hliðsjónar við mat á snjóflóðahættu. 264

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.