Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 18

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 18
draga úr árvekni með önnur viðbrögð og ef slys verður draga þau úr trú manna á gildi varnarvirkja. Ymis konar varnaraðgerðir til fram- búöar eru hugsanlegar gegn snjóflóðum. Þó má skipta þeim í tvo meginflokka: 1. I fyrsta lagi eru varnarvirki við upptök snjóflóða, sem miða að því að auka stöðugleika snjóþekjunnar og koma í veg fyrir að hún renni af stað. Þessi virki veita snjóbreiðunni stuðning, brjóta hið samfellda upptakasvæði upp i marga minni fleti. A 9. mynd er sýnd ein gerð þeirra. Virkjunum verður að dreifa með vissu millibili yfir allt upp- takasvæðið, þau verða að ná upp úr dýpsta snjó, sem safnast getur í hlíðina (jafnvel 3—5 m), og þau verða að þola álag við sig snjóþekjunnar og smáflóð, sem kynnu að geta fallið á þau. Erlendis þykja þessi varnarvirki kostnaðarsöm og aðeins réttlætanlegt að reisa þau á litl- um upptakasvæðum eða þegar verja þarf íbúðarhús. 2. í öðru lagi eru varnarvirki, sem bægja snjóflóðum frá byggingum og vegum með því að breyta stefnu flóð- anna eða dreifa þeim og draga þannig úr krafti þeirra. Hér er um að ræða garða, sem breyta stefnu flóða, keilur, sem dreifa þeim, og safngryfjur, sem gleypa þau. Áhrif þessara varnarvirkja á snjóflóð fara að sjálfsögðu eftir gerð flóðanna, hvort þau eru þurr eða vot. f fallbrautinni er hraði flóðanna svo mikill að engin varnarvirki geta stöðvað framrás þeirra. Hins vegar er sums staðar unnt að reisa virki, sem breyta stefnu flóðsins, kljúfa það eða hindra að það geti breitt úr sér, eftir því sem við á. Þessir stefnubreytar geta verið garðar eða skurðir. Yfirleitt er tilgangslaust að 272

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.