Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 19

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 19
11. mynd. Keilur og garður úr jarðvegi til varnar gegn snjóflóðum ofan við bæinn Davos í Sviss. (Frá M. Schild 1972). reyna að breyta stefnu flóðs um meira en 20—30°. Því meiri sem hraði flóða er, því minna ætti hornið milli stefnu- breytis og skriðstefnu flóðs að vera. Stefnubreytar duga best gegn flóðum, sem streyma niður farvegi, en eru alveg gagnslaus vörn gegn kófhlaupum. Stefnubreytar eru að sjálfsögðu enn gagnlegri í snjóflóðstungunni en í fall- brautinni. — Unnt er að reisa þök eða svalir yfir hús eða vegi, sem flóð streymir yfir. Þessi virki eru mjög dýr og meta þarf vel breidd flóða og kraftana, sem á þökin verka (10. mynd). 1 snjóflóðstungunni er hraði snjóflóða orðinni nægilega lítill (innan við 10 m/s) til þess að raunhæft sé að reisa varnarvirki, sem stöðva þau eða draga mjög úr ferð þeirra. Þessar varnarað- gerðir miða að því að eyða hreyfiork- unni, annað hvort með því að þvinga flóðstrauminn til þess að skriða upp á móti eða dreifa svo úr flóðinu að nún- ingskraftar nái að eyða henni. Skurðir og garðar, sem liggja þvert á flóðstefn- una, geta stöðvað hægfara flóö, einkum ef þau eru vot, en hraðfara hlaup fara auðveldlega yfir slíkar hindranir. Keil- ur, sem ýtt er upp úr jarðvegi, hafa hins vegar reynst vel til þess að dreifa úr hlaupstraumnum (11. mynd). Keilur þessar geta verið 5—10 m háar og er þeim komið þannig fyrir í tungunni að snjórinn i flóðinu dreifist sent jafnast um það svæði, sem til umráða er. Venjulega stoðar lítið að koma slíkum varnar- virkjum fyrir í þröngum giljum. í snjó- flóðstungu ætti helst að velja varnar- virkjum stað á flatlendi og halli lands ætti alls ekki að vera meiri en 15° til 20°. 273

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.