Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 37
I. mynd. Blæösp frá
Garði í Fnjóskadal
1914. (Úr ritgerð Stef-
áns Stefánssonar).
Með birkiskógunum liafa aspirnar horfið
af þessu landi, og þessir kyrkingslegu
aukvisar hafa einir tórt öldum saman í
Fnjóskadalnum skógsæla, sem lengst og
best hefur geymt blómlegar skógleifar
allra norðlenskra dala
ritar Stefán og ræðir síðan um öspina í
Noregi, einkum norðan til, en þar vex
hún langt norður fyrir fsland (norður
um 70° n. br.) og myndar jafnvel væna
asparlundi. Stefán telur öspina stór-
merkan borgara í gróðurríki landsins;
vill láta vernda hana og gera tilraunir
með ræktun hennar á hentugum stöð-
um.
í Altenfirði i Noregi á 70° n. br. segist
grasafræðingurinn Schúbeler hafa mælt
aspartré allt að 19 m há, og með nærri
faðmgildum bol í axlarhæð.
ÖSPFINNST
I FÁSKRÚÐSFIRÐI
Nú leið og beið til sumarsins 1948, en
þá athugaði ég gróður á norðurströnd
Fáskrúðsfjarðar og inn af botni fjarðar-
ins. Á Gestsstöðum er hnéhátt til
metrahátt kjarr í hlíðum. Þar fann son-
ur bóndans, Sigmundur Eiríksson,
„kynlega kvisti“ fjórum árum áður.
Minntist liann þessa nú og vísaði mér á
staðinn. Reyndist þetta vera blæösp
(Populus tremulá). Sá ég þarna 30—40
plöntur, lágar og hálfjarðlægar. Hin
291
I