Náttúrufræðingurinn - 1980, Qupperneq 39
Þorleifsdóttir á Lindarbakka við Jórvík
ntér fundarstað asparinnar og gaf ýmsar
upplýsingar, en hún hefur fylgst með
öspinni frá því hún fannst. Ospin vex í
hlíð, sem snýr móti vestri og skagar inn i
dalinn. Hlíðin er víðast grýtt, vaxin lágu
birkikjarri og lyngi. Spöl austur frá
Lindarbakka vex öspin í brekku við læk,
þar sem heitir Hólalág. Þarna er öspin
jarðlæg að mestu og vex innan um lágt
birkikjarr, gulvíði, loðvíði, lyngtegund-
ir, blágresi, hrútaberjalyng og reyrgresi.
Skafl leggur í brekkurnar á vetrum. Eg
sá allmargar aspir þarna og var sú hæsta
50 sm. Miklu meira vex af öspinni neðar
og utar, í Hamarshlíð, skammt ofan við
þjóðveginn, rétt hjá landamerkjum
Ásunnarstaða. Sjást þar asparrunnar í
lyngbrekkum og giljunt, t. d. í Gunn-
arsgili. Þarna í hlíðinni vaxa auðsjáan-
lega aspir hundruðum saman á allstóru
svæði. Margir ársprotar voru 25 — 30 sm
og nokkrir allt að 40 sm; eru hæstu
runnarnir rúmur metri á hæð og
feysknir asparlurkar sjást hér og hvar.
Asparlaufin voru ntjög misstór, hin
stærstu 7 sm breið og 8 sm löng, allntörg
6X7 og 6'/2X7 sm. Mörg hjartalaga, en
2. mynd. Blæösp úr Egils-
staðaskógi á Héraði. (Ljósm.
Sig. Blöndal).
293