Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 41
ingar hér að framan á öspinni í Gests-
staðahlíð og Jórvik. Ekki er ólíklegt að
hún eigi eftir að finnast víðar, enda get-
ur blæösp lengi leynst innan um birki-
kjarr. Grunur leikur á að ösp hafi fund-
ist innan um birki á Fannardal í Norð-
firði, en ósannað er það og ekki hefur leit
borið árangur. Sennilega hefur sauð-
fjárbeit haldið öspinni í runnastærð og
e. t. v. sums staðar útrýmt henni á liðn-
um öldum.
Þess hefur verið getið til, að land-
námsmenn hafi gróðursett öspina, eða
að fræ hennar hafi borist loftleiðis til
Islands á síðari öldum, náð að spíra og
festa rætur. Náttúrufræðingar flestir
telja líklegra að hún sé gömul í landinu.
Frjógreiningar í jarðlögum geta e. t. v.
leyst þetta mál í framtíðinni. Einar
Helgason garðyrkjumaður mun hafa
gefið íslensku öspinni nafnið blæösp, og
notar það í bók sinni Bjarkir árið 1914.
RÆKTUÐ BLÆÖSP
Á árunum 1900—1901 var gróðursett
blæösp frá Jótlandi í trjáræktarstöðina
við Grund í Eyjafirði. Nú hefur öspin
breitt sig um hálfa stöðina, aðallega um
og eftir 1930. Eru allmargar aspanna
hinar fegurstu, þar sem vaxtarrými var
nóg og birta komst vel að, en öspin er
ljóselskt tré. Hæstu aspir á Grund munu
nú 9—10 m á hæð.
Öll rótarskotin hefur mátt rekja til ör-
fárra aspa, efst 1 stöðinni, en þótt þær séu
bæði viðamiklar og háar, eru þær bognar
og beygðar af lamstri veðra
ritar fyrrverandi skógræktarstjóri,
Hákon Bjarnason, í bókinni „Ræktaðu
garðinn þinn“ árið 1979. Ösp frá Grund
hefur verið flutt í nokkra garða í
Reykjávík og víðar, og eru sumar þeirra
lagleg tré.
Á Hofi í Vatnsdal í Húnavatnssýslu
er vaxinn upp fagur blæasparlundur,
beinvaxinn 4—8 m hárra aspa. í bók-
inni „Ágúst frá Hofi leysir frá skjóð-
unni“ (reitt fram af Andrési Kristjáns-
syni) árið 1970, segir svo á bls. 51—52:
I hlíðarslakka sunnan til í Hofsmelunum,
þar sem túnið seilist upp eftir melöxlinni,
er nú fagur skógarlundur. Mest ber þar á
tígulegum, beinvöxnum, háum öspum,
en einnig er þar vöxtulegt birki og barr-
viðir og skógarsvörðurinn baðast í blóm-
skrúði. Þarna í lundinum hefur verið
gerður heimagrafreitur.
Árið 1915 voru flestar trjáplönturnar
gróðursettar hér, aðallega fura frá Þing-
völlum. Sú gróðursetning varð þar til
lítils, en betur tókst með aspirnar 9 frá
Garði í Fnjóskadal, sem hingað komu að
tilstuðlan Kofoed Hansens skógræktar-
stjóra. Þær hafa dafnað vel eins og sjá
má, og fært út ríki sitt hátt í mela með
rótarskotum. Einnig var gróðursett hér
birki og reyniviður frá Hallormsstað, og
síðar sáð birkifræjum úr Bæjarstaða-
skógi. Á seinni árum hefur Gísli bóndi
bætt barrtrjám við.
Vigdís Ágústsdóttir frá Hofi segir ný-
lega í bréfi: „Ekki hafa blæaspirnar
borið fræ, en breiðast út með rótarskot-
um, og eru afkomendurnir nú 4 — 6 m á
hæð. Elstu aspirnar, sem gróðursettar
munu hafa verið 1921 eða 1922, 9 að
tölu, eru nú flestar 6—8 m há tré, þráð-
bein og fögur. Rótarsprotar hafa verið
teknir og gefnir út um allt og nú eru í
nágrenni Hofs allmörg falleg blæaspar-
tré við hús. Margar asparplöntur voru
fluttar í reit að Gunnfríðarstöðum í
Langadal s. 1. vor.“
Ofan við gömlu gróðrarstöðina að
Múlakoti í Fljótshlíð er að vaxa upp
295