Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 42

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 42
3. mynd. Grein af blæösp viö Jarðfræðahús (At- vinnudeild) Háskólans. öspin er ættuð frá Grund i Eyjafirði. lítill en fagur blæasparlundur. Undir Ártúnsbrekku i Reykjavík vex falleg blæösp, ættuð frá Garði, og breiðist út með rótarsprotum. Hafa nokkrir Reyk- víkingar fengið rótarteinunga þaðan. Fagurvaxna allháa blæösp gefur að líta við Stýrimannastíg. Blæösp frá Grund vex í lundi við Jarðfræðahús Háskólans (gömlu Atvinnudeild) og sennilega víð- ar. Blæösp hefur og verið gróðursett innan um birki i brekku í Eyfirðinga- lundi á Þingvöllum fyrir allmörgum ár- um (Eiríkur Hjartarson). Nyðra vaxa einhverjar stærstu blæaspirnar við Hallbjarnarstaði í Reykjadal. Þetta eru tvær hríslur ættaðar frá Garði. Þær standa við suðurgafl hússins, sem er tví- lyft, og mega heita jafnháar því. Blæöspin virðist hvarvetna beinvax- in, þar sem vaxtarskilyrði eru góð og hún fær að dafna i friði, og það þótt hin innlenda sé komin út af kræklum, jarð- lægum að mestu, þar sem sauðfjárbeit hefur haldið henni niðri. Lang vöxtu- legust er „villiöspin“ i Egilsstaðaskógi, en þar er skjól og hún hefur um skeið fengið að vaxa í friði. HEFUR BLÆÖSPIN BORIÐ FRÆ Á ÍSLANDI? Blæöspin virðist eingöngu breiðast út með rótarsprotum hér á landi, a. m. k. á 296

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.