Náttúrufræðingurinn - 1980, Qupperneq 45
ætti eftir að einkenna hið fullþroskaða
afkvæmi. Inni í annað hvort eggfrumu
eða sáðfrumu væri lítil nýsköpuð
mannvera sem einungis biði þess að fá
að stækka. Þessari ofursmáu mannveru
var gefið nafnið Homunculus. Smásjár-
rýnendur þeirra tíma töldu sig jafnvel
geta séð Homunculus litla inni í sáðfrum-
um mannsins og teiknuðu skemmtilegar
myndir af honum (1. mynd).
Upp úr aldamótunum 1800 urðu
verulegar breytingar á rannsóknarað-
ferðum líffræðinga. Þeir tóku nú að
leggja rækt við athuganir á innri gerð
lifvera, og varð það fljótlega til þess að
breyta viðhorfum. í fyrsta lagi kom í ljós
að allar lífverur eru gerðar úr örsmáum
einingum, frumum. I öðru lagi að sér-
hver lífverutegund býr yfir sérstöku
innra skipulagi sem ákvarðað er stig af
stigi við þroskun lífverunnar en er ekki
mótað í eitt skipti fyrir öll við tilurð
hennar. Heimspekingurinn Immanuel
Kant orðaði þetta þannig að lífverurnar
hlytu að vera sjálfskipulagðar. Þessi
hugmynd, að lífverurnar séu sjálfar
mótendur síns eigin skipulags, er enn i
góðu gildi.
En hvaðan gat lífverunum komið
máttur og megin til að grundvalla hið
innra skipulag sitt og halda þvi við, til
að lifa? Þekking á efnaskiptum lífvera
var svo til engin á þessum árum, og
orkuhugtak eðlis- og efnafræðinnar var
enn illa skilgreint. Því höfðu menn ekki
annað til úrræða en að ætla lifverurnar
vera gæddar sérstöku afli, lífsafli, sem
væri í senn drifkraftur og mótandi allrar
lífsstarfseminnar. Þetta nauðsynlega en
torskilda afl var talið vera eiginleiki líf-
verunnar í heild en ekki einstakra hluta
hennar.
Um og rétt eftir miðja 19. öld urðu
1. mynd. Homunculi sem menn héldu sig sjá
í sáðfrumum mannsins. Gamlar teikningar.
enn þáttaskil i sögu líffræðinnar. Árið
1858 settu Charles Darwin (1809—
1882) og Alfred Russell Wallace
(1923—1913) fram kenningu um þróun
tegundanna, og árið 1859 kom út bók
Darwins, Uppruni tegundanna. Með
þróunarkenningunni var nýrri vídd
aukið við heim líffræðinnar. Það var
timinn. Lífið hlaut að eiga sér sögu,
langa sögu sífelldra breytinga þar sem
ein tegund tók við af annarri í óslitinni
röð. Einfalt skipulag fyrstu lifvera jarðar
hafði þróast til æ margbrotnari gerðar
og loks til manns.
Kjarni þróunarkenningarinnar er
hugmyndin um náttúruval. Innan sér-
hverrar tegundar ríkir mikill breytileiki
bæði hvað varðar útlitseinkenni og
hvers kyns lífsstarfsemi. Þessi breytileiki
er að verulegu leyti arfgengur og getur
haft áhrif á viðkomu og lífslíkur. Þær
arfgerðir eða afbrigði sem stuðla að
aukinni viðkomu munu að öðru jöfnu
299