Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 57

Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 57
St DKS 1 , 1 trPE i i trpD , i trpC trpB , i trpA , M — ' — 1 1 1 L- 1 ' Umritun mRKS Stjórn- hvíta trýptofan 1 i :.• D i i i •*.* »v C B A Hvíta 9. mynd. Stjórn á starfi trýptófangena í gcrlinum E. coli. Genin fimm, IrpA-lrfiE, eru öll undir sameiginlegri stjórn og eru umrituð yfir i RKS sem ein heild i stefnu frá IrpA til trpE. Nálægt upphafi mRKS sameindarinnar er tengistaður, R, fyrir ríbósóm og jrar hefja þau þýðingu á RKS-boðunum. Myndaðareru fimm peptiðkeðjur, lífhvatarnir A-E. Þeir sjá um þau efnahvörf sem þarf til að umbreyta korismínsýru í tryptófan. Ákveðin stjórnhvita, sem stöðugt er framleidd i frumunum, getur tengst svonefndu stillisvæði, St., við upphaf gena- raðarinnar og með þvi komið i veg fyrir að /r/;-genin séu umrituð yfir i mRKS. Þar sem mRKS sameindir eru skammlifar tekur þá einnig fljótlega fyrir myndun lifhvatanna A-E. Trýptófan verkar sem stýrill á stjórnhvítuna og örvar hana til jtess að bindast stillisvæðinu. Sé litið um trýptófan i frumunum starfa Irp-genin viðstöðulaust; sé mikið um trýptófan er starfscmi þeirra heft. Stýrilnæmar hvítur gegna líka miklu hlutverki við stjórn á genastarfi, a.m.k. í gerilfrumum. Slíkar hvítur geta bundist sérstökum DKS svæðum, svonefndum stillisvæðum (operators) við upphaf gens eða genaraðar og ýmist hindrað eða örvað hlutaðeigandi gen til starfs. Tjáning gens getur verið á valdi slíkrar stjórnhvítu, sem aftur á móti lætur að stjórn litillar stýrilsameindar. Tökum dæmi: Amínósýran trýptófan er lífs- nauðsynleg fyrir allar frumur. Hún er ein af byggingareiningum hvítusam- einda. Frumur gerilsins E. coli geta hvort heldur sem er búið jressa amínósýru til sjálfar eða aflað sér hennar senr nær- ingarefnis úr umhverfi sínu. Þegar slíkar frumur eru settar í æti jrar sem mikið er unr jressa amínósýru verkar hún senr stýrilsameind á ákveðna stjórnhvítu og virkjar hana lil Jress að tengjast ákveðnu stillisvæði og hindra starfsemi ákveð- inna gena (9. mynd). Stjórnhvítan kemur i veg fyrir að RKS afrit myndist af genunum. Þetta eru alls fimm gen, og jrau ráða einmitt myndun jjeirra fimm lífhvata sem fruman jrarfnast sérstak- lega til jjess að geta búið jressa amínó- sýru til. Hindrunin hefur þær afleiðing- ar að smíð jressara fimm lífhvata stööv- ast að mestu og jjað dregur mjög úr trýptófanframleiðslu frumunnar. Þess í stað notfærir hún sér trýptófan ætisins. Þegar það er á þrotum léttir hindrun- inni af genunum fimm, þau taka til starfa á nýjan leik og gerillinn myndar sjálfur allt [)að trýptófan sem hann jnarfnast. Þannig getur fruman hagað framleiðslustörfum sínum eftir aðstæð- um, lagt niður smið á efnurn eða efna- kerfum sem hún getur fengið á annan hátt eða verið án í svipinn, og hafið hana aftur þegar þörf krefur. Það er einkar athyglisvert aö stýril- sameindir tcngjast hvitum ævinlega með veikum efnatengjum. Bæði teng- ingar [jeirra við hvíturnar og allar breytingar sem þær valda á þrívíðri gerð Öll

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.