Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 58

Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 58
hvítnanna eru afturkræfar. Þessi þjála stjórnunaraðferð stuðlar mjög að við- bragðslipurð og aðlögunarhæfni frumu og lífveru. Eins og áður var gefið í skyn er þekk- ing manna á stjórn frumustarfs í æðri lífverum enn skammt á veg komin. Ýmislcgt bendir samt til þess að stjórn á genastarfi sé þar með nokkuð öðrum hætti en í gerilfrumunum og stjórnkerf- in margbrotnari. A þessu sviði bíða mörg erfið vanda- mál úrlausnar. Hvernig er t.d. höfð stjórn á sérhæfingu frumna í fjölfrum- ungum: Líkami mannsins er gerður úr mjög mörgum mismunandi frumugerð- um sem allar eru komnar af sömu ósér- hæfðu okfrumunni og hafa allar sams konar erfðaefni; hvað ræður því hvort frumur þroskast í vöðvafrumur, tauga- frumur, rauð blóðkorn eða einhverja aðra frumugerð? Hvernig er stjórn höfð á fjölgun frumna í líkama fjölfrumungs? Hvað hefur farið úrskeiðis þegar frumur mannslíkamans taka að skipta sér stjórnlítið eða stjórnlaust og vaxa æxlis- eða krabbameinsvexti? Allar varða þessar spurningar stjórn frumustarfs. Þær eru nú í brennidepli líffræðirann- sókna. Mikið kapp er lagt á að finna svör við þeim og miklum fjármunum til þess varið. En þrátt fyrir mikla viðleitni er líklegt að enn sé þess langt að bíða að þessar gátur verði leystar. Mikils er þó vænst af nýjum rannsóknaraðferðum sem gera mönnum kleift að flytja erfða- efni úr frumum æðri lífvera inn í geril- frumur og rannsaka það þar. ÞRÓUN Samkvæmt þróunarkenningunni eiga allar þær lífverur sem nú byggja jörðina að baki sér mjög langvarandi breytingasögu eða þróun. Þessi kenning hefur að vísu þann ókost að vera að mestu óprófanleg með tilraunum, en hins vegar er hún studd svo veigamikl- um rökum að fáir treysta sér til að mæla á móti. Talið er að líf hafi kviknað á jörðinni fyrir meira en þremur milljörðum ára úr lífrænum efnasamböndum (kolefnis- samböndum) sem myndast höfðu úr ólífrænum efnum fyrir áhrif orkugjafa eins og t.d. útfjólublás ljóss. Líklegt er að mikið af slíkum efnasamböndum hafi getað safnast- fyrir, t.d. í höfunum, vegna þess að gufuhvolf jarðarinnar var súrefnissnautt. I þessu safni lífrænna sameinda munu hafa verið flestar þær sameindategundir sem nú fyrirfinnast í lifandi frumum. A árjörð hefur því ekki skort efnivið í lífverur. Hins vegar er miklum vandkvæðum bundið að gera grein fyrir því hvernig þessi lífrænu efnasambönd hafa safnast saman og myndað starfhæfa frumu. Hér verða ekki raktar kenningar um þetta efni. Einungis skal bent á að alger óvissa ríkir um það hversu líklegur atburður upp- runi lífs hefur verið. Ef til vill var líf- myndun afar ólíkleg og ,,hreinasta til- viljun“ að hún skyldi takast, en hitt er líka hugsanlegt að hún hafi verið allt að því óumflýjanleg. Við verðum með öðr- um orðum að viðurkenna að þekking okkar á skilyrðum lífmyndunar er mjög bágborin. Og við eigum að sama skapi erfitt með að geta okkur til um hversu algengt líf er í alheiminum. En hvernig sem uppruna lífsins á jörðinni hefur verið varið leikur lítill vafi á því að allar núlifandi lífverur jarðar eru af sama stofni, eiga ætt að rekja til sameiginlegs forföður. Þessari skoðun til stuðnings eru hin ýmsu ein- kenni sem öllum lífverum eru sam- eiginleg og lýst hefur verið að nokkru hér á undan. Hér verður hvorki reynt að rekja þró- unarsögu tegunda né færa frekari rök fyrir þróunarkenningunni. Einungis verður vikið lítið eitt að stökkbreyting- 312

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.