Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 62
Bréf til
N áttúrufræðingsins
Um aldur Eldgjárhrauna — athugasemd
Óljúft er mér það að taka til penna til þess
að deila við fólk um skoðanir þess. Finnst
mér jafnan að best sé að hver hafi sitt og geri
upp við sig slíka hluti svo fremi að ekki sé
gróflega misboðið heilbrigðri skynsemi eða
þekktum staðreyndum. I vísindalegum
efnum er þó hin óhjákvæmilega regla að
„hafa skal það er sannara reynist“.
Jafn óæskilegt sem óþarft er að mínu mati
það að fara ofan í þau verk, sem aðrir eru að
vinna að og ætla má að þeir sjálfir muni
endurbæta ef tilefni er til — sem raunar
oftast er. Sérstaklega er þetta óheppilegt ef
engar nýjar staðreyndir verða lagðar fram.
Næg verkefni á flestum sviðum náttúrufræði
blasa hvarvetna við.
Astæðan til þess að ég nú hreyfi penna er
grein í síðasta hefti Náttúrufræðingsins er
Guðrún Larsen hefur ritað og þar sem hún
tekur til meðferðar aldur hrauna úr Eldgjá
og meðal þeirra hrauns þess er byggðin í
Landbroti í Vestur Skaftafellssýslu stendur
á (Guðrún Larsen 1979).
Svo vill til að ég tel mig þekkja þetta svæði
allsæmilega og hef raunar nokkrum sinnum
fjallað um aldur hraunsins í greinum í sama
tímariti (sjá t.d. Jón Jónsson 1975, 1978). Eg
hef meðal annars lagt fram fjórar C'^
aldursákvarðanir á leifum gróðurs, sem ofan
á hrauninu eru og þvi augljóslega yngri en
það. Mér sýnist nú ekki óalgengt að menn
láti sér nægja verulega minni sönnunargögn.
Verður það ekki nánar rætt hér en vísað í
greinar mínar frá 1975 og 1978. Auk þess,
sem þar er talið, er til ein eldri aldurs-
ákvörðun, sem þó hefur minni þýðingu þar
eð hún er af öðrum stað þótt ekki sé hann
langt frá.
Guðrún Larsen tekur upp skoðun eða
öllu heldur hugmynd Þorvaldar Thorodd-
sen um það að hraunið hafi runniö um
950 og það svo að engin önnur skoðun fær
þar að komast að, enda þótt heil röð blá-
kaldra staðreynda sýni allt annað. Lesendur
greina okkar vil ég biðja að bera saman
jarðvegssnið það, sem ég hef gert og tekið er
í háu rofi við svonefnda Rás norðan við
túnið í Ytra Dalbæ og snið það er G.L. hefur
tekið á sama stað eða a.m.k. því sem næst.
Það hlýtur nú öllum að vera ljóst að til þess
að fá einhverja raunhæfa hugmynd um
aldur hrauns út frá þeim jarðlögum, sem ofan
á pví eru þá veröur að ganga út frá þeim
jarðlögum, sem fyrst hafa myndast & því. Sömu-
lciðis cr augljóst mál að jarðvegsmyndun
verður fyrst í lægðum og lautum þar sem
grunnvatnsstaða er nægilega há en ekki utan
í hólum eða klettum. Með tímanum færast
hins vegar hólar og klettar í kaf í jarðveg eins
og sjá má dæmi um í rofinu hjá ytri Dalbæ.
Öskulög, sem koma fyrir utan í hólum og
hæðum segja því aðeins til um það eilt að þau eru
yngri en hraunið, en gefa að öðru leyti enga
hugmynd um aldur þess. Það er því næsta
furðulegt erG.L. lætur sér nægja að taka um
það bil 3 efstu metrana úr jarðvegssniði, sem
í heild er allt að 10 m og telur með því sannað
að hraunið sé runnið eftir að landnám hófst
Náttúrufræðingurinn, 49 (4), 1979
316