Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 43

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 43
2. mynd. Suðurendi samsetta gangsins á Streitishvarfi. Horft í suður. Gangur- inn er um 30 m þykkur. — The south end of the composite dyke on Streitishvarf. Looking south. The dyke is about 30 m thick. fann ég stöku holufyllta æð samsíða eystri ganginum. Frá suðurenda Streitishvarfs að norðurenda þess mældi ég þykkt gangsins á 12 stöðum. Mælingarnar sýna að þykkt gangsins breytist lítið eftir Streitishvarfi, en minnkar þó heldur til norðurs. Norðurendi Streitish varfs Þykkt gangsins í nyrstu opnunum á Streitishvarfi er um 26 m. í næstnyrstu opnunni (4. ntynd) er líparíthlutinn um 13 m og basalthlutarnir 7,5 m, sá vestari, og 5 m sá eystri. Ytri jaðar eystri basalthluta er úti í sjó, þannig að raunveruleg þykkt hans gæti verið meiri. Líparíthlutinn þynnist bæði upp og til norðurs. Þannig er þykkt þess hluta einungis 10 m í nyrstu opnunni á Streitishvarfi, en sú opna er um 25 m norðar en þessi. Líparítið í þessum nyrstu opnum er Ijósgrátt og vel stuðlað. Stuðlarnir eru gjarnan um 5 cm í þvermál og sums staðar virðast þeir eilítið sveigðir upp á við. Basalthnyðlingar eru bæði færri og smærri í þessum opnum en í syðstu opnunni. Lambafell Frá nyrstu opnunni á Streitishvarfi liggur gangurinn yfir Breiðdalsvík og kemur á land í Hökulvík (5. mynd). Þaðan liggur gangurinn eftir Hökul- víkurgili upp á topp Lambafells. í Hökulvík áætlaði ég þykkt hans 16 m, en vegna erfiðra aðstæðna er hið minnsta 2 m óvissa í þessari tölu. Stefna gangsins í fjörunni er N4°A stefnan milli opnunnar í fjörunni og fyrstu opnunnar ofan við veginn er N20°A, sem passar vel við stefnuna á Streitishvarfi. 137

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.