Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 45

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 45
4. mynd. Næstnyrsta opnan á Streitishvarfi. Gangurinn er hér um 26 m þykkur. — Near the northern end of the dyke on Streitishvarf. The dyke is about 26 m thick. að ganginum og fylgdi honum upp gil- ið þar til hann mætir mjög þykkri og fallega stuðlaðri sillu (5. og 9. mynd). (Sillur eða laggangar myndast þegar kvika treðst inn á lagamótum. Sillur eru því yfirleitt svo til samlægar þeim jarðlögum sem þær liggja í). Sillan mun vera um 120 m þykk (Guppy og Hawkes 1925). Hún sker ganginn og fann ég skörp mót gangs og sillu sem sýna að svo er. í gilinu neðan við silluna er gangurinn skriðuhulinn og því ekki unnt að mæla þykkt hans með nákvæmni. Guppy og Hawkes áætla þó þykkt gangsins á þessum stað 68 fet (21 m). Gangurinn er enn margklofinn hér rétt neðan við silluna, en vegna lélegrar opnu treysti ég mér ekki til að fullyrða um fjölda gangahluta (Guppy og Hawkes teikna ganginn í sex hlut- um í þessari opnu). Fjöldi basalthnyðl- inga virðist álíka mikill hér og neðar í gilinu. Sunts staðar er líparítið rauð- leitt eða bleikt, líklega vegna hita- áhrifa frá sillunni. Ekki er unnt að komast upp gilið þar sem sillan og gangurinn mætast, og fór ég því aftur vestur fyrir gilið og upp hlíðarnar þar. Gangurinn er mun rauðleitari ofan við silluna en annars staðar og er einungis gerður úr líparíti. Það er því ljóst að basaltgangarnir ná ekki hærra en að þeim stað þar sem sillan sker ganginn. Á toppi fjallsins myndar gangurinn mjóan hrygg og þaðan sést yfir í Stöðv- arfjörð (10. rnynd). Líparítið er ljós- grátt hér efst en roðnar neðar í gilinu, er nær dregur yfirborði sillunnar. Hnyðlingar eru hér enn til staðar í líparítinu, en ekki eins áberandi og neðar í gilinu. Á stöku stað er líparítið 139

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.