Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 46

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 46
5. mynd. Horft norður yfir Breiðdalsvík frá Streitishvarfi. Myndin sýnir ganginn (g) fara upp á topp Lambafells. Útlínur sillunnar (s) sem sker ganginn eru lauslega dregnar. — Looking north across Breiðdalsvík from Streitishvarf. The photograph shows the dyke (g) follow a gully up to the top ofthe mountain Lambafell. The outlines ofthe sill (s) that intersects the dyke are loosely drawn. nokkuð blöðrótt, en víðast er það al- veg blöðrulaust. Blöðrurnar eru allt að einum sentímetra í þvermál, en án holufyllinga. Grannbergið er mjög blöðrótt basalthraun, án holufyllinga hér, en neðar í fjallinu eru holufyll- ingar í hraunlögunum. Gangurinn mældist 35 m breiður á toppi fjallsins. Guppy og Hawkes (1925) mældu þykkt gangsins á toppn- um hins vegar 85 fet (26 m), svo mis- ræmi mælinganna er verulegt. Ástæð- an kann að vera sú að hluti líparítsins á toppnum líkist mjög grannberginu (basaltinu) við fyrstu sýn. Til dæmis er veðrunarhúðin nánast eins. Sé þessi hluti tekinn sem grannberg, virðist hinn hluti líparítsins klofinn um þetta „grannberg" og eru báðir hlutar venju- lega líparítsins þá um 25 m til samans. Þessi tala er nokkurn veginn sú sama og Guppy og Hawkes fengu. Þegar brotsár líparítsins með grannbergs- veðrunarhúðina er kannað, reynist það vera dæmigert líparít þannig að gangurinn er ekki klofinn heldur þykk- ari sem þessu nemur, eða um 35 m. Það er því ljóst að gangurinn þykknar talsvert efst í fjallinu, þannig að lípar- ítið þenst út þegar basalthlutanum sleppir. Sunnan í Stöðvarfirði Opna er í ganginn við smálæk á suðurströnd Stöðvarfjarðar. Opnan er Iéleg. Líparíthlutinn er 15 m þykkur, en við austurjaðar hans er 1,5 m þykk- ur basalthluti. Við vesturjaðar líparíts- ins er illa opinn basaltgangur, álíka þykkur og sá við austurjaðarinn. 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.