Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 90

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 90
hvorki til hlaupanna 1716-17 né hlaupanna 1725-26. Rétt þótti þó að panta míkrófilmu af handritinu og var það gert fyrir milligöngu handrita- deildar Landsbókasafns. í I jós kom að þessi dómabók hafði að geyma upplýs- ingar um áður ókunn hlaup frá árun- um 1719—20. Þær upplýsingar rösk- uðu svo niðurstöðum ritgerðarinnar, að ekki þótti annað fært en að endur- skoða hana. Fyrst skal vikið að eldra hlaupi, sem ekki hefur komist á skrá hjá fræði- mönnum. Hlaup 1707 Nýverið eignaðist höfundur ellefta bindið af Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, um Þingeyjarsýslur. Var þá hægt að lesa bókina með meiri athygli en unnt er á hlaupum á opin- berum bókasöfnum. Við þann lestur kom í ljós eftirfarandi texti um Daða- staði í Núpasveit, saminn árið 1712 (Jarðabók XI, 325): Enginu spillir nokkuð Jökulsá í jökul- hlaupum með grjóts og sands áburði, og fyrir 5 árum eyðilagði hún góðan engjapart. Þarna virðist vera ótvíræð vísbending um Jökulsárhlaup árið 1707. Að vísu gæti skakkað ári til eða frá, en líklegra er þó að treysta niegi þessari heimild. Því til stuðnings má nefna, að í bor- kjarna frá Bárðarbungu fannst öskulag frá árinu 1707 (Sigurður Stein- þórsson 1977). Virðist askan hafa svip- uð efnaeinkenni og gjóska frá árinu 1720, sem tengja má hlaupunum, sem lýst verður hér á eftir. Líkur fyrir Jökulsárhlaupi árið 1707 væru því verulegar, þó að engri heimild væri til að dreifa. Þetta hlaup hefur líklega ekki verið með þeim stærstu. Þó gæti það hafa stuðlað að því að hjáleigan Byrgissel fór í eyði. Það mun hafa gerst vorið 1709. í Jarðabókinni segir svo um þessa jörð (bls. 298): Hætt er mönnum, húsum og fénaði þeg- ar þau stóru jökulhlaup koma í Jökulsá, en þó hefur ekki hingað til kotinu grandað, en spillt hefur vatnsgángurinn heyi, og menn flúið bæinn. Aftur nrá þetta kot byggja, ef fólk til fengist. Af heimildum má ráða að Byrgissel hafi verið einhvers staðar á ntilli Þór- unnarsels og Áshúsabakka (Ytri- bakka). Fer þá að þrengjast hringur- inn um nýbýlið Syðribakka. Byrgissel hefur þó trúlega verið nokkru sunnar (Óskar Sigvaldason, munnlegar upp- lýsingar). Byrgissel byggðist ekki aft- ur. Hlaup 1719-1720 Eins og fyrr er sagt hafa fræðimenn ekki haft spurnir af þessum hlaupum, enda heimildirnar ekki aðgengilegar. Hlaupanna er fyrst getið í þingsvitni, sem tekið var að Keldunesi hinn 15. maí 1720. Þar segir [9]: Að Jökulsá á næst fyrir farandi sumri og vetri og enn nú það á má sjá, haft hafi svo stóran yfirgang, sem ei hefur í elstu manna minni þvílíkur verið, og með sínum vatnsgangi og áhlaupum hafi hún tekið af á næstliðna suntri allt það engi, sem lá undir þessarar sveitar jarðir sem liggja fyrir ofan Keldunes, og búendur á Ási, Byrgi, Tóvegg og Hóli hafi aungvu heyi það ár náð af Kelduhverfis sandi sökunt árinnar áhlaupa og ýmsra farvega, sent hún í gegnum sandinn gjört hafi, hvörjir til yfirferðar hafi verið ófærir. En svo sé ástatt í þessari sveit að hér sé hvörgi engjatak frá áðurnefndum bæjum nema í þessu takmarki, hvar fyrir þeir hafi liðið stóra nauð af heyskorti á þessunt vetri, svo að hefði ekki Guð gefið hag- stæðan bata á þessu vori, þá er sýnilegt að hvör kind af sauðfé mundi í hor út af drepist hafa, jafnvel kýrnar, því heybjörgin var þrotin allvíða og er ekki 184

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.