Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 90

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 90
hvorki til hlaupanna 1716-17 né hlaupanna 1725-26. Rétt þótti þó að panta míkrófilmu af handritinu og var það gert fyrir milligöngu handrita- deildar Landsbókasafns. í I jós kom að þessi dómabók hafði að geyma upplýs- ingar um áður ókunn hlaup frá árun- um 1719—20. Þær upplýsingar rösk- uðu svo niðurstöðum ritgerðarinnar, að ekki þótti annað fært en að endur- skoða hana. Fyrst skal vikið að eldra hlaupi, sem ekki hefur komist á skrá hjá fræði- mönnum. Hlaup 1707 Nýverið eignaðist höfundur ellefta bindið af Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, um Þingeyjarsýslur. Var þá hægt að lesa bókina með meiri athygli en unnt er á hlaupum á opin- berum bókasöfnum. Við þann lestur kom í ljós eftirfarandi texti um Daða- staði í Núpasveit, saminn árið 1712 (Jarðabók XI, 325): Enginu spillir nokkuð Jökulsá í jökul- hlaupum með grjóts og sands áburði, og fyrir 5 árum eyðilagði hún góðan engjapart. Þarna virðist vera ótvíræð vísbending um Jökulsárhlaup árið 1707. Að vísu gæti skakkað ári til eða frá, en líklegra er þó að treysta niegi þessari heimild. Því til stuðnings má nefna, að í bor- kjarna frá Bárðarbungu fannst öskulag frá árinu 1707 (Sigurður Stein- þórsson 1977). Virðist askan hafa svip- uð efnaeinkenni og gjóska frá árinu 1720, sem tengja má hlaupunum, sem lýst verður hér á eftir. Líkur fyrir Jökulsárhlaupi árið 1707 væru því verulegar, þó að engri heimild væri til að dreifa. Þetta hlaup hefur líklega ekki verið með þeim stærstu. Þó gæti það hafa stuðlað að því að hjáleigan Byrgissel fór í eyði. Það mun hafa gerst vorið 1709. í Jarðabókinni segir svo um þessa jörð (bls. 298): Hætt er mönnum, húsum og fénaði þeg- ar þau stóru jökulhlaup koma í Jökulsá, en þó hefur ekki hingað til kotinu grandað, en spillt hefur vatnsgángurinn heyi, og menn flúið bæinn. Aftur nrá þetta kot byggja, ef fólk til fengist. Af heimildum má ráða að Byrgissel hafi verið einhvers staðar á ntilli Þór- unnarsels og Áshúsabakka (Ytri- bakka). Fer þá að þrengjast hringur- inn um nýbýlið Syðribakka. Byrgissel hefur þó trúlega verið nokkru sunnar (Óskar Sigvaldason, munnlegar upp- lýsingar). Byrgissel byggðist ekki aft- ur. Hlaup 1719-1720 Eins og fyrr er sagt hafa fræðimenn ekki haft spurnir af þessum hlaupum, enda heimildirnar ekki aðgengilegar. Hlaupanna er fyrst getið í þingsvitni, sem tekið var að Keldunesi hinn 15. maí 1720. Þar segir [9]: Að Jökulsá á næst fyrir farandi sumri og vetri og enn nú það á má sjá, haft hafi svo stóran yfirgang, sem ei hefur í elstu manna minni þvílíkur verið, og með sínum vatnsgangi og áhlaupum hafi hún tekið af á næstliðna suntri allt það engi, sem lá undir þessarar sveitar jarðir sem liggja fyrir ofan Keldunes, og búendur á Ási, Byrgi, Tóvegg og Hóli hafi aungvu heyi það ár náð af Kelduhverfis sandi sökunt árinnar áhlaupa og ýmsra farvega, sent hún í gegnum sandinn gjört hafi, hvörjir til yfirferðar hafi verið ófærir. En svo sé ástatt í þessari sveit að hér sé hvörgi engjatak frá áðurnefndum bæjum nema í þessu takmarki, hvar fyrir þeir hafi liðið stóra nauð af heyskorti á þessunt vetri, svo að hefði ekki Guð gefið hag- stæðan bata á þessu vori, þá er sýnilegt að hvör kind af sauðfé mundi í hor út af drepist hafa, jafnvel kýrnar, því heybjörgin var þrotin allvíða og er ekki 184
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.