Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 9

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 9
4. mynd a. Mæling á raf- straumi (I) og spennu (V) samtímis. Breytingar á hlut- falli þeirra milli staða geta gefið nálægð rafleiðara til kynna. b. Ef rafleiðandi hlut- ur er á kafi í söltu grunnvatni, getur svo farið að enginn raf- straumur nái niður að hon- um. Straumgjafi ekki sýndur í b. — lllustrating resistivity surveying in the absence (a) and presence (b) of conduc- tive ground water. leitað er, er mælingin greinilega til lítils (4. mynd b). Skyld aðferð byggir á því að nota ekki spennugjafann, en mæla þær veiku rafspennur sem fram kunna að koma við það að málmhlutir í jarðveg- inum séu smátt og srnátt að leysast upp í grunnvatninu. Þessi aðferð getur truflast mjög af völdum jarðstrauma af öðrum uppruna, t. d. vegna segul- storma eða breytilegs sýru- eða seltu- stigs jarðvegsins. SEGULSVIÐSMÆLINGAR Þessi aðferð er sú langalgengasta af öllurn jarðeðlisfræðilegum aðferðum við fornminjaleit, enda er hún bæði fljótlegri, ódýrari, auðveldari í túlkun, °g ónæmari fyrir truflunum en hinar, sem áður voru nefndar. Er hún þó engan veginn vandkvæðalaus. Aðferð- in náði hylli upp úr 1960, er á markað- inn komu svokallaðir róteindasegul- mælar, senr mæla styrk (en ekki stefnu) segulsviðs jarðar. Má ganga með þá, aka eða sigla viðstöðulaust, og mæla sjálfvirkt eða með því að ýta á hnapp. Nákvæmnin er oftast 1 nano- tesla (nT, einnig nefnt gamma), en heildarstyrkur sviðsins hér á landi er um 50000 nT. Orsakir þessa sviðs er að langmestu leyti að finna í jarðkjarn- anum, en staðbundin frávik stafa frá hinum breytilegu seguleiginleikum jarðlaga og jarðvegs. Fínkornótt jarð- vegslög hafa oftast mjög lítil áhrif á segulsviðið, en stakir hnullungs- 55

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.