Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 16
22 00 50
1. mynd. Útbreiðslusvæði F. sultana og P. repens í Urriðakotsvatni sumarið 1981. -
Distribution of F. sultana and P. repens in the lake Urriðakotsvatn in the summer 1981.
eldra þó enn megi sjá „Polyzoa"
notað.
Lirfur allra mosadýra hafa þá til-
hneigingu að setjast á neðra borð
hluta eða ðnnur skuggsæl búsvæði.
Mosadýr mynda botnsætin greinótt
sambýli (colonia). Einstaklingar
sambýlisins eru mjög smágerðir og
umluktir slíðri (zoecium), sem hefur
op á greinarendunum fyrir fæðuöflun-
artæki dýrsins, armakörfuna (lopho-
phora, 2. mynd A). Innri bygging
dýrsins er vökvafullt hol (coelom) og
U-laga meltingarvegur (Barnes 1980).
Engin öndunar- eða útskiljunarlíffæri
eru til staðar né blóðrásarkerfi enda
dýrin smágerð. Mosadýr eru síarar
(filter feeders). Armar körfunnar
mynda vatnsflæði út á milli armanna
en fæðuagnir sitja eftir og eru bornar á
bifhárum inn að munni í miðju körf-
unnar. Fæðan er einkum bakteríur,
einfruma þörungar hjóldýr og smá-
gerð krabbadýr.
Armkarfa vatnamosadýra, Phyl-
actolaemata, er skeifulaga. Und-
antekning er nær hringlaga armakarfa
ættarinnar Fredericellidae. Slíður
þessara vatnadýra er úr kítíni eða
hlaupkenndu efni. Líkamsveggur er
lagskiptur. Ysta frumulagið myndar
kítínslíðrið, undir því er lag hring-
62