Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 18
3. mynd. Hugsanlegur þróun-
arferill mosadýra: setblastar
(t. d. F. sultana), set- og flot-
blastar (t. d. P. repens) og
loks eingöngu flotblastar með
krókum, enginn setblasti.
Ath. stærðarhlutföll. a: kút-
ur, b: hýði. — Possible evolut-
ion in Bryozoans: sessoblasts,
sesso- and floatoblasts. Fin-
ally floatoblasts with hooks,
no sessoblasts. a: annulus, b:
capsule.
er ein fárra tegunda sem ekki myndar
kút á blasta sína, þ. e. myndar enga
flotblasta. Þegar blastinn spírar hefur
þegar myndast einstaklingur, sem
fjölgar sér kynlaust með knappskoti
og myndar sambýli.
Phylactolaemata teljast frumstæð
meðal mosadýra. Þau eru einföld að
gerð og hafa ekki fjölgerði (poly-
morph). Talið er að þróunin innan
vatnamosadýra hafi verið frá greinótt-
um sambýlum með fáa einstaklinga
umluktum kítíni, yfir í hlaupkennd
ógreind sambýli með þéttstæðum ein-
staklingum. Lacourt (1968) lýsir þessu
vel, þar sem hann talar um að einn
einstaklingur sé að jafnaði á hverja 30
mm hjá F. sultana en C. mucedo hafi
um 24 einstaklinga á hverja 30 mm.
Þróun má sömuleiðis sjá í fjölgun
arma í armakörfunni. Stærri blastar og
myndun flotblasta auk setblasta er
dæmi um þróunarlínu (3. mynd). Sum-
ar ættkvíslir hafa algerlega misst set-
blasta og mynda því einungis flotblasta
(kút).
Vegna mjög svipaðrar byggingar
meðal Phylactolaemata þykir ekki rétt
að flokka þá ofar en í ættir. Skiptast
þeir í fjórar ættir (Mundy 1980) en á
íslandi hafa fundist sambýli tegunda
úr tveimur þessara ætta: Fredericelli-
dae (F. sultana ) og Plumatellidae (P.
repens , P. fungosa og H. punctata ). í
heiminum eru þekktar 29 tegundir
vatnamosadýra (Lacourt 1968).
LÍFSFERILL MOSADÝRANNA
F. SULTANA og P. REPENS
Aðferðir
Athugunarferðir voru farnar að
Urriðakotsvatni við Hafnarfjörð með
að meðaltali 12 daga millibili á tímabil-
inu frá 1. apríl til 9. september 1981.
Þann 1. apríl var tveimur hitamælum
komið fyrir, er mæla skyldu hita-
sveiflur í vatninu á því dýpi sem dýrin
vaxa. Þann dag var ís farið að taka upp
af steinum í flæðarmálinu þó ísinn lægi
enn yfir vatninu sjálfu.
Um vorið var dvalarformi safnað af
steinum þar til sambýlismyndun var
hafin. í hverri ferð var hitastig vatns-
ins mælt í flæðarmálinu. Hæsta og
lægsta hitastig vatnsins milli söfnunar-
ferða var lesið af mælum (4. mynd) og
64