Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 19
4. mynd. Vatnshiti á söfnun- arstöðvunum í Urriðakots- vatni sumarið 1981. Lóð- réttar línur sýna hæsta og lægsta hitastig sem mældist milli sýnataka (max-min). Slitna línan sýnir meðalloft- hita í Reykjavík yfir sama tímabil. — Water temperature on the sampling sites in the lake Urriðakotsvatn during the summer 1981. Vertical lin- es show max-min temperature of the lake between sampling dates. Broken line shows mean air temperature. þeir síðan núllstilltir á ný. Auk þess voru nokkur sýnishorn af sambýlum tekin af handahófi víðs vegar um ströndina. Mosadýrin voru svæfð í lausn af chloral hydras og þá sett í 70% isopropanol. Með þessari aðferð er hægt að festa (fixera) dýrið með armakörfuna úti og er í þeirri stöðu auðvelt til skoðunar. Undir víðsjá (stereoscope) var at- hugað hvenær blastar þeir sem skrap- aðir voru af steinum um vorið, spír- uðu. Sambýlisgreinar voru litaðar með karmínsýru (acidic carmine) og settar á smásjárgler. Með skoðun í smásjá var fylgst með myndun blasta. Þrosk- unarferli þeirra var skipt í þrjú stig: 1. stig. Frumstig blastamyndunar, „funiculus“ gildnar neðst (Sl, 2. mynd A). 2. stig. Þroskun blasta vel á veg komin, en blastar þó ekki myndaðir að fullu. 3. stig. Blastar fullþroska. Staða þeirra á funiculus er undir maga- botni (S8, 2. mynd A). Reynt var að fylgjst með lirfumynd- un eftir því sem tilreiðsla sýnanna leyfði. Niðurstöður Spírun: Hlutfall spíraðra blasta tímabilið apríl til júní er sýnt á 5. mynd. Spírunarhlutfall beggja teg- unda náði hámarki í 80%. F. sultana náði þessu hámarki um mánaðamótin apríl-maí eða um hálfum mánuði frá 65

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.