Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 20

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 20
5. mynd. Hlutfall spíraðra blasta F. sultana og P. repens. Vatnshiti er einnig sýndur. — Ratio of germinated statoblasts of F. sultana and P. repens. Water temperature is also shown. því að spírun hófst (um mánuði frá því að ísa leysti). Hélst þetta hlutfall næst- um allan maí mánuð (5. mynd). Spír- un P. repens var enn vaxandi þegar tekið var að draga úr spírun F. sultana. Náði P. repens því ekki hámarksspírun fyrr en um mánaðamót maí-júní (og fram í júní). í upphafi júnímánaðar var sambýlismyndun F. sultana líka mun lengra á veg komin en P. repens. Myndun dvalaforms: Myndun blasta hjá F. sultana hófst í endaðan maí (6. mynd, tafla 1 og 7. mynd). Fullþroska blastar komu fram í byrjun júlí. Nýmyndun blasta (1. stig) stóð yfir allt athugunartímabilið en hlutfall nýmyndunar var þó komið niður í 4% í byrjun september. Hjá P. repens var myndun blasta ekki hafin í júníbyrjun en hins vegar vel á veg komin 9. júlí (6. mynd). Þann dag hafði hlutfall fullþroska blasta náð um 50% (F. sultana hafði þá einungis náð 17%). Blastar af fyrst- a stigi voru komnir niður í 5% í endað- an júlí hjá P. repens og algerlega horfnir í ágústbyrjun. Nýmyndun P. repens á dvalarforminu virðist því fara seinna af stað og vara mun skemur. Lirfumyndun: Ekki tókst að finna hentuga meðhöndlun sýna til þess að afla upplýsinga um kynfrumu- og lirfu- myndun mosadýranna. Umræða Svo virðist sem spírun F. sultana gangi mun hraðar fyrir sig en spírun P. repens. Hámarks spírunarhlutfalli náði F. sultana á um fjórtán dögum. P. 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.