Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 31

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 31
4. mynd. Jarðvegssnið við Leiðólfsfell. Svo sem 20 cm frá efri enda tommustokksins er ljósa öskulagið frá gosi Ör- æfajökuls 1362 vel sýnilegt (ör). Neðar er svo þykka öskulagið með um 16 cm þykkt vikurlag efst (sbr. snið). — A soil section at Leiðólfsfell. Approximately 20 cm from the end of the rod is the light tephra layer from the Öræfajökull eruption 1362 visible (arrow). Farther down the thick tephra layer (see fig. 5). (Ljósm./p/ioto Jón Jónsson). merkis húsatóptir og girðingar, sér- deilis á kirkjustaðnum, sem þar skyldi verið hafa og nafnið helst við plássins, að það kallast Tólfa- hringur." Svo segir séra Jón. Örnefnið er enn við lýði og tekur til landsvæðis vestan Skaftár og með aflíðandi halla niður að henni og hrauninu frá 1783. Flestar rústirnar munu hafa farið undir hraunið í því gosi, en kunnugir telja að enn megi þar sjá til rústa. Flestir þeirra er ég hef talað við hafa talið líklegast að öskufall frá Kötlugosi hafi grandað þessari byggð, en þá vaknar spurningin: Hvers vegna er að- eins þessi byggð nefnd? Hefði verið unt Kötlugos að ræða hlaut askan að falla yfir a. m. k. meginpart Skaftár- tungu og hefði þá suður- og suðvest- urhluti byggðarinnar hlotið að verða fyrir ennþá meira öskufalli. Hafi hins vegar gosið orðið við Leiðólfsfell eru aðeins um þrír kílómetrar vestur í Tólfahring frá suðvesturenda gígarað- arinnar, sem þarna er, en hvað mikið af henni er hulið Skaftáreldahrauni er enn ekki vitað. Ennþá er ösku- og vikurlagið um 34 cm þykkt í um 1 km fjarlægð frá eldstöðinni og má því nærri geta hvað mikið það hefur verið nýfallið. Af ofansögðu tel ég að það sé a. m. k. „hálfbevísanlegt“ að það sé öskufall frá gosinu við Leiðólfsfell, sem grandað hefur byggðinni í Tólfa- hring. ELDSTÖÐVARNAR Ljóst er að þarna hefur verið um sprungugos að ræða. Stefna gígaraðar- innar er sem næst hin venjulega norð- austur-suðvestur. Svo er að sjá sent gosið hafi á sprungubelti. Hversu langt norður gígaröðin nær er ekki enn vit- að, því ekki var tími til að kanna það. Þó er vitað að norðar í hraununum er hóll eða hólar, sem standa uppúr 77

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.