Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 38

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 38
1. mynd. Flest útselalátur eru í fjörunni í eyjum og skerjum, sem fara ekki á kaf í stórstreymi. Útselskópar í Hvalseyjum viö Mýrar. — Most breeding places of grey seals at the coast Iceland are on islands and skerries, which do not get submerged during high tide. Grey seal pups in Hvalseyjar, Mýrar (at the west-coast of Iceland). (Ljósm./p/ioíogr. by Erlingur Hauksson). sem vitað var með vissu að útselir kæptu eða grunur lék á að þeir gerðu það. Farið var um allan Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði og Strandir allt austur í Skagafjörð. Einnig var suður- ströndin könnuð frá Reykjanesi að Eystra-Horni, ásamt Vestmannaeyj- um, Eldey og Surtsey. Syðri hluti Austfjarða var kannaður norður að Papey. Svæðinu frá Papey norður fyrir Langanes og vestur í Skagafjörð var sleppt. Einnig var ákveðnum strand- svæðum innan hvers könnunarsvæðis sleppt, þar sem vitað var með vissu að útselir kæptu ekki svo sem árósunum sunnanlands og fjarðarbotnum á Vest- fjörðum. Helstu svæði sem ekki var mögulegt að kanna en vitað er að út- selur kæpir á eru Hvalbakur og Mán- áreyjar en grunur leikur á að á síðari staðnum séu útselir nýlega byrjaðir að kæpa. Við úrvinnslu gagna er ströndinni skipt niður í svæði og kópafjöldi á hverju svæði tekinn saman og síðan heildarfjöldi kópa sem sást við ströndina. Ákvörðun kópaframleiðslu Taka verður tillit til þriggja þátta við ákvörðun kópaframleiðslu útsels út frá niðurstöðum af talningu kópa úr lofti. / fyrsta lagi þarf að taka tiilit til þess að ekki sjást allir kóparnir úr flugvélinni þegar flogið er yfir. Þeir geta verið huldir bak við kletta, stór- grýti og gróður og verið á kafi ofan í pollum eða í fjöruborðinu (2. mynd). Til þess að ákvarða hversu hátt hlutfall 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.