Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 39
2. mynd. Útselskópar eru óburðugir fyrst eftir kæpingu, en braggast fljótt á móð-
urmjólkinni og fitna mjög. Stálpaður útselskópur, sem hefur gránað í vöngum og á
hreifum. — A grey seal pup at a typical breeding site in Iceland. (Ljósm.Iphotogr. by
Erlingur Hauksson).
kópa sést úr lofti (leiðréttingarstuöull-
inn R), þarf að telja „samtímis“ á
landi og úr flugvélinni á tilteknum
stöðvum til samanburðar. Raunveru-
legan kópafjölda á landi (Y) má
ákvarða út frá þeirn fjölda er sést úr
lofti (X) ef R er þekkt, því Y = RX
(Eberhardt o. fl. 1979). Mat á R er í
þessari könnun fengið með þvt að bera
saman upplýsingar frá selveiðimönn-
um um kópafjölda í ákveðnum eyjum,
er farið var í skömmu eftir flugtaln-
ingu (tafla 1). Leiðréttingarstuðullinn
R hefur einnig verið metinn við Bret-
landseyjar (Vaughan 1971; Bonner
1976). Þar reyndist hann vera 1,05
(95% öryggismörk, 1,03-1,07). Við
leiðréttingar á kópafjölda séðum úr
lofti er hér notað R-gildið 1,05, því að
bresku athuganirnar á þessu hlutfalli
eru fleiri en þær íslensku og gildin í
töflu 1 víkja ekki marktækt frá því.
I öðru lagi þarf að taka tillit til þess
hvernig talningartíminn kemur heim
við hámark kæpingarinnar, því að þá
eru flestir kópar á landi. Slíkt er ýms-
um annmörkum háð, því hámark kæp-
ingarinnar getur verið á mismunandi
tíma á strandsvæðum, jafnvel innan
tiltölulega afmarkaðs svæðis, eins og
Breiðafjarðar. Af þeim sökum er ekki
vænlegt að reikna út leiðréttingarþátt
sem nota má til margföldunar á kópa-
fjölda upp í þann fjölda kópa sem er á
landi þegar kæping er í hámarki, held-
ur verður að tímasetja talninguna
þannig, að ávallt sé talið á þeim tíma.
Upplýsingar um þetta má fá með því
að fylgjast með framvindu kæpingar-
innar á völdum stöðum við ströndina.
85