Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 41
fram. Niðurstöður flugtalningarinnar
verður því að leiðrétta með tilliti til
þessa. Er veiðinni bætt við þann kópa-
fjölda, er var á landi á viðkomandi
svæði samkvæmt talningu úr lofti, leið-
réttri með stuðlinum R, þ. e. a. s.
kópafjöldinn margfaldaður með 1,05.
Ákvörðun á stofnstœrð út frá
kópaframleiðslu
Kannanir á sambandi stofnstærðar
og kópaframleiðslu hafa leitt í ljós, að
hjá vaxandi útselastofnum er hlutfall
kópaframleiðslu og stofnstærðar á bil-
inu 3,5-4,5 (Harwood og Prirne
1978). Til ákvörðunar á stofnstærð út-
sels hér við land út frá áætlaðri kópa-
framleiðslu, er notast við stuðulinn 4.
Stuðlarnir 3,5 og 4,5 eru notaðir til
þess að gefa til kynna neðri og efri
ntörk stofnstærðarmatsins, sem einnig
eru leiðrétt með tilliti til 95% öryggis-
marka R (1,05) og 0 (1,38).
NIÐURSTÖÐUR
Stœrð látra og dreifing
um ströndina
Útselslátrin hér við land eru mjög
misstór, allt frá 1 kóp upp í nokkur
hundruð. Haustið 1982 voru t. d. 294
kópar á Svínafells- og Skaftafells-
fjörum, 235 á Þaralátursnesi á Strönd-
unt og 193 á Hvalseyjum (3. mynd).
Að meðaltali eru 33 kópar í látri. I
Breiðafirði eru látur hvað flest og
kópafjöldi mestur (tafla 3). Alls voru
þar 870 kópar. I Breiðafirði er mest af
Tafla 2. Útselskópaveiði í nokkrum eyjum í Hergilseyjarlöndum, Breiðafirði haustið
1982. Farnar voru tvær yfirferðir í eyjarnar. Upplýsingar frá Hafsteini Guðmundssyni í
Flatey.
— Catch of grey seal pups in some islands in Hergilseyjar Breiðafiord in the autumn of
1982. Based on pers. comm. with Mr. Hafsteinn Guðmundsson.
Veiðistaður Locality Veiðitími Hunting dates Fyrri Seinni yfirferð yfirferð First Second time time Kópaveiði Catch of pups Fyrri Seinni yfirferð yfirferð First Second time(n,) time(n2) Samtals Total (N=n! + n2) 0* (N/nj)
Oddbjarnarsker 9. okt. 2. nóv. 58 46 104 1,79
Oddleifsey 13. okt. 4. nóv. 25 15 40 1,60
Reykey 13. okt. 4. nóv. 4 1 5 1,25
Sandey 14. okt. 6. nóv. 5 1 6 1,20
Áskelsey 14. okt. 6. nóv. 8 1 9 1,13
Æðarsker 14. okt. 4. nóv. 16 5 21 1,31
Meðaltal/Mean 1,38
95% öryggismörk/95% confidence
interval 1,11 — 1,65
* Mat á hlutfallinu kópaframleiðsla / fjöldi kópa á landi.
Estimate of the proportion: pup production / maximum number of pups on land .
87