Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 45

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 45
hér við land er notast við 0-gildið 1,38, er byggir á upplýsingum um veiði í nokkrum eyjum í Hergilslöndum, Breiðafirði. Ekki er víst að stærð þess eigi jafn vel við aðra kæpingarstaði útsels hér. Þetta þarf að kanna nánar og afla öruggari vitneskju um þetta hlutfall á fleiri kæpingarstöðum. Sam- anborið við niðurstöður rannsókna á breska útselnum, virðist hlutfallið sem notað er hér vera nærri lagi, en það væri æskilegt að geta beitt sínu 0- gildinu á hvert kæpingarsvæði. Ákvörðun stofnstærðar útsels út frá kópaframleiðslu, er ýmsum annmörk- um háð, en er þó sú aðferð sem líklegt er að gefi einna bestan árangur (sjá Erlingur Hauksson 1985). Til þess að mögulegt sé að ákvarða stofnstærðina nákvæmar en hér er gert, þurfa að liggja fyrir upplýsingar um fjölda dýra að baki hvers kóps sem fæðist í við- komandi stofni. Upplýsingar skortir um þetta hjá íslenska útselnum og því er notast við mörkin 3,4—4,5 til marg- földunar á fjölda fæddra kópa. Þessi gildismörk eru talin henta fyrir vax- andi útselsstofna (Harwood og Prime 1978). Hvort 10.600 dýr séu of- eða vanmat á stofninum við Island er því erfitt um að segja en líklegt má telja að stofnstærðin sé innan þeirra rnarka, sem gefin eru hér að framan, þ. e. a. s. 7.200-13.900 dýr. Fyrri aðferðir til að ákvarða stofn- stærð útsels hér við land hafa annað hvort byggt á beinni talningu allra dýra eða upplýsingum um kópaveiði. Sumarið 1980 fékkst sú reynsla að bein talning allra dýra að sumarlagi hentaði ekki til ákvörðunar á stærð útsels- stofnsins og ákvörðun stofnstærðar á þennan hátt gæfi algjört lágmarksgildi, sem vanmæti stofnstærðina (Erlingur Hauksson 1985). Ákvörðun kópa- framleiðslu út frá veiðiskýrslum og mat á stofnstærð á hliðstæðan hátt og gert er hér með „fjölda fullorðinna dýra að baki hvers kóps“, er ýmsum annmörkum háð. Upplýsingar um veiðar á útselskópum á fyrri árum eru af mjög skornum skammti og óábyggi- legar. Veiði vegna skinna hefur verið lítil sem engin nú á síðari árum, en útselskópar hafa jafnan verið veiddir eitthvað til matar. Þær veiðar koma þó ekki fram á skýrslum um veiðar vegna skinna, nema að hluta til. Stofnstærð- armat Teits Arnlaugssonar (1973) er því algjört lágmarksgildi eins og hann bendir réttilega á. Áætlun Sólmundar T. Einarssonar (1978) um það að stofnstærð útselsins hér við land (1978) sé hugsanlega á bilinu 8—10 þús. dýr, er nærri lagi. Út frá ofangreindum gögnum um stofnstærð útselsins, er því ekki ná- kvæmlega hægt að segja til um það hvort og hversu mikið stofninn hefur vaxið á undanförnum árum. Það er þó álit flestra þeirra sem fylgst hafa með útselnum að stofninn sé vaxandi. Sel- veiðimenn í Breiðafirði telja að meira hafi verið af kópum haustið 1982 en var 1960—1975 (Hafsteinn Guðmunds- son bóndi, Flatey Breiðafirði, pers. uppl.). í Drangavík á Ströndum var útselur fáséður á fyrri hluta þessarar aldar, en hefur fjölgað mikið síðan (Kristinn Jónsson, bóndi, Dröngum, pers. uppl.). í Höfnum á Skaga var lítið um útsel upp úr 1940, en sumarið 1981 var þar um 300 úsela látur, sam- kvæmt talningum mínum og um 100 kópa veiðar hafa verið þar síðustu árin að jafnaði. (Jón Benediktsson bóndi, Höfnum, Skaga, pers. uppl., og upp- lýsingar um kópaveiðar í Höfnum 1982). Á Þaralátursnesi á Ströndum voru útselir fáséðir fyrir unt 20 árum (Ragnar Jakobsson, sjómaður frá Reykjafirði, pers.uppl.), en nú er þar rúmlega 200 kópa látur og mikill fjöldi fullorðinna dýra, samkvæmt þessari 91

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.