Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 50

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 50
Eyþór Einarsson, Hörður Kristinsson og Jóhann Pálsson. AÐALFUNDUR Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræðifé- lags fyrir 1984 var haldinn laugardaginn 16. febrúar 1985. 21 félagi sótti fundinn. Fundarstjóri var kjörinn Sveinn Jakobsson og fundarritari Einar Egilsson. Formaður minntist látinna félagsmanna og flutti skýrslu stjórnar um störf félagsins. Gjaldkeri las upp endurskoðaða reikninga, sem voru samþykktir. Þá var gengið til kosninga. Að þessu sinni áttu Axel Kaaber og Jón Eiríksson að ganga úr stjórn. Þeir gáfu kost á sér áfram og voru báðir endurkjörnir. í varastjórn voru kjör- in í annað sinn Ingibjörg Kaldal og Þór Jakobsson. Einar Egilsson og Magnús Árnason voru endurkjörnir endur- skoðendur og Sveinn Ólafsson kosinn varaendurskoðandi. Sigurður H. Richter greindi ítarlega frá störfum í dýraverndarnefnd. Kom hann víða við og þótti fundarmönnum forvitni- legt á að hlýða. Síðan var lesin stutt grein- argerð Agnars Ingólfssonar um störf fugla- friðunarnefndar. Á fundinum var samþykkt að hækka ár- gjald fyrir 1985 í kr. 580. Þá var lítillega rætt um störf Flórunefndar en engin skýrsla barst frá henni í þetta sinn. Málefni Náttúrufræðisafns bar á góma og var svo- felld ályktun samþykkt samhljóða: Aðalfundur Hins íslenska náttúru- fræðifélags haldinn 16. febrúar 1985 skorar á þing og þjóð að efla náttúru- vísindi í landinu. Það verður best gert með því að reisa veglegt náttúrufræði- safn hið fyrsta. Öld er liðin sfðan framfaramenn töldu slíkt safn tímabært. íslendingar eru eftirbátar annarra þjóða í þessum efnum og eiga stjórnvöld mikla sök á því, hvernig til hefur tekist til þessa. Árið 1947 gerði hið opinbera samn- ing við Hið íslenska náttúrufræðifé- lag, þar sem það skuldbatt sig til þess að reisa safnbyggingu. Félagið verður 100 ára 1989. Væri ánægjulegt, ef náttúrufræðisafn yrði þá vel á veg komið. Á aðalfundinum var samþykkt einum rómi að kjósa dr. Sigurð Pétursson, heið- ursfélaga fyrir langt og óeigingjarnt starf í þágu félagsins og Guðbrand Magnússon, Siglufirði og Sigurð Björnsson, Kvískerj- um, kjörfélaga fyrir langt og merkilegt starf á sviði íslenskrar náttúrufræði. FRÆÐSLUSAMKOMUR Eins og undanfarin ár voru fræðslusam- komur haldnar síðasta mánudag í hverjum mánuði janúar til apríl og október til nóvember. Vegna verkfalls opinberra starfsmanna var samkomunni í lok október frestað til mánudagsins 10. desember. Eftirtaldar fræðslusamkomur voru haldnar: 30. janúar: Sigfús Johnsen: Boranir og rannsóknir á ískjörnum úr Grænlandsjökli. 27. febrúar: Svend-Aage Malmberg: Ástand sjávar og fiskstofnar. 26. mars: Steindór Steindórsson: Gróðurmörk í hálendinu að fornu. 30. apríl: Gylfi Már Guðbergsson: Land og gróður á gervihnattamyndum. 26. nóvember: Sigurður Snorrason: Líf í Þingvalla- vatni. 10. desember: Magnús Magnússon: Kvikmyndin Fugl- ar í Mývatnssveit. Arnþór Garðarsson talaði með myndinni. Alls komu rúmlega 400 manns á fræðslu- samkomurnar, 120 þegar flest var en 16 fæstir. Stjórnin flytur öllum, sem lögðu hönd á plóg, þakkir sínar. 96

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.