Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 52
september. Leiðbeinendur: Ævar Petersen
og Gunnlaugur Pétursson. Þátttakendur:
26.
Jarðsprunguferð frá Selfossi um Suður-
land 9. september. Sigurfinnur Sigurðsson
hafði veg og vanda af undirbúningi ferðar-
innar. Leiðbeinendur: Jón Eiríksson og
Páll Einarsson. Þátttakendur: 23.
Óhætt er að segja, að flestar tókust ferð-
irnar með ágætum, þó að þátttaka hefði
mátt vera meiri, en tæplega 320 manns
sóttu þær. Margir félagar veittu mikilvæga
aðstoð við skipulagningu og framkvæmd
ferðanna og flytur stjórnin þeim einlægar
þakkir fyrir. Nær alltaf var veðrið gott og
fagurt, þrátt fyrir að rigningar hafi sjaldan
verið meiri a. m. k. hér á Suðurlandi. í
allar ferðirnar nema tvær voru fengnir bíl-
ar frá Guðmundi Jónassyni hf.
Geta má þess hér, að Ferðaskrifstofa
Guðmundar Jónassonar hf. veitti félögum
í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi afslátt á
fargjöldum í eigin ferðir og Flugleiðir buðu
helmings afslátt í tvær ferðir til Kulusuks.
Ekki er kunnugt um, hve margir félagar
nýttu sér þessi fríðindi. Vonandi er, að
unnt verði að auka þennan þátt til handa
félagsmönnum.
LJÓSM YND AS AMKEPPNI
f fyrsta skipti gekkst stjórnin fyrir ljós-
myndasamkeppni meðal félaga. Skila átti
inn myndum af einhverjum hryggleysingja
eða einni tegund af ætt brönugrasa. Dóm-
nefnd skipuðu: Eyþór Einarsson, Jón
Eiríksson og Skúli Þór Magnússon, sem
var formaður. Tíu félagar sendu inn um 30
myndir. Úrslit urðu þau, að Einar Gísla-
son hlaut fyrstu verðlaun fyrir mynd af
fiðrildum og Ólafur Jónsson fyrstu verð-
laun fyrir mynd af friggjargrasi.
Þakka ber öllum, sem hlut áttu að máli,
en sérstaklega á Hjálmar Bárðarson þakk-
ir skildar, því að hann gaf félaginu tvö
eintök af hinni fallegu bók sinni ísland —
svipur lands og þjóðar, sem sigurvegar-
arnir hlutu í verðlaun.
ÚTGÁFUMÁL
í febrúar kom 52. árgangur Náttúrufræð-
ingsins út í einu hefti. í júní kom 1.—2.
hefti 53. árgangs út saman, en því miður
urðu tafir á 3.-4. hefti einkum vegna verk-
falls prentara. Það kom út 14. febrúar
1985, en nú horfir til hins betra, því að
samkvæmt raunhæfri áætlun mun hvert
hefti 54. árgangs reka annað og kemur
síðasta heftið út í mars eða apríl. Það mun
því takast að vinna upp langan hala og
koma ritinu á réttan kjöl. Það er mikið
fagnaðarefni, því að þrátt fyrir alla aðra
starfsemi er það Náttúrufræðingurinn, sem
fólk sækist mest eftir.
55. árgangur er þegar vel á veg kominn
og nokkuð víst, að hann kemur allur út á
árinu 1985. Nokkuð ljóst er, að félagið
lendir í eilitlum fjárhagskröggum, þó að
árgjaldið hækki eitthvað, en forstjóri
Prentsmiðjunnar Odda, Þorgeir Baldurs-
son, er allur af vilja gerður til þess að
hjálpa upp á sakirnar á meðan við fleytum
okkur yfir þennan hjalla. Hins vegar ríður
nú á að auka fjölda félaga, enda ætti það
að verða auðvelt, þegar ritið kemur reglu-
lega út. Vil ég eindregið hvetja alla félags-
menn til þess að vinna með okkur í stjórn-
inni að því. Þykir mér ekki óraunhæft að
stefna að því að afla 500 nýrra félaga á
árinu 1985.
Á liðnu ári kom 9. árgangur Félagsbréfs-
ins út sex sinnum og með hinu sjötta var
fylgirit, sem fjallaði um málefni Náttúru-
fræðisafns.
Um aðra útgáfu var ekki að ræða af
hálfu félagsins, ef undan eru skilin fáein
fjölrituð blöð um greiningu á steina- og
bergtegundum eftir Halldór Kjartansson
og ætisveppum eftir Eirík Jensson vegna
námskeiða sem voru haldin.
Hins vegar er rétt að geta hér um
þrennt, sem viðkemur útgáfumálum. í
fyrsta lagi er veggmyndin af um 63 íslensk-
um plöntutegundum, sem sagt var frá í
Félagsbréfi. Eggert Pétursson myndlistar-
maður lauk við myndina fyrir skömmu og
um þetta leyti er verið að undirbúa prent-
un. Myndin er gerð í samvinnu við Ferða-
málaráð íslands og er það þakkarvert, að
ráðið skuli hafa gert okkur kleift að ráðast
98