Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 54

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 54
Lög Hins íslenska náttúrufræðifélags 1. gr. Félagið heitir Hið íslenska náttúru- fræðifélag. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. 2. gr. Tilgangur félagsins er að efla íslensk náttúruvísindi, glæða áhuga og auka þekk- ingu manna á öllu, er snertir náttúrufræði. 3. gr. Þessum tilgangi leitast félagið við að ná með því: a. Að stuðla að vexti og viðgangi Náttúrugripasafnsins. b. Að beita sér fyrir því, að haldnir séu fræðandi fyrirlestrar um náttúru- fræðileg efni og farnar séu ferðir til náttúruskoðunar. c. Að gangast fyrir útgáfu náttúru- fræðilegra rita. d. Að vinna að eflingu náttúruvernd- ar. 4. gr. Félagar geta allir orðið, hvort sem er hér á landi eða erlendis, með þeim skilyrð- um, er hér greinir: a. Ársfélagar, þeir, sem greiða árlegt félagsgjald. b. Heiðursfélagar og kjörfélagar, þeir, sem kjörnir eru á aðalfundi eftir tillögum stjórnarinnar. Árgjald og breytingar á því er ákveðið á aðalfundi. 5. gr. Félagsgjald sitt skal hver nýr félags- maður greiða við inngöngu í félagið. Ann- ars skal árgjaldið greitt fyrir lok marsmánaðar ár hvert. 6. gr. Fimm manna stjórn sér um fram- kvæmdir félagsins og annast öll málefni þess. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára í senn. Formaður er kosinn sérstaklega, en stjórnin skiptir með sér verkum að öðru leyti. Annað árið ganga úr stjórninni formaður og tveir aðrir stjórnar- menn, en hitt árið tveir stjórnarmenn. Kosnir eru tveir varamenn í stjórnina ár- lega, til eins árs. 7. gr. Aðalfund félagsins skal halda í febrú- ar ár hvert, og skal dagskrá hans vera sem hér segir: a. Skýrt frá helstu framkvæmdum á liðna árinu. b. Lagðir fram endurskoðaðir reikn- ingar félagsins. c. Kosin stjórn og tveir endurskoð- endur reikninga með skriflegri kosn- ingu. Auk þess séu kosnir tveir vara- menn í stjórn og einn varaendurskoð- andi. d. Önnur mál. Aðalfund skal boða bréflega með hæfi- legum fyrirvara þeim félagsmönnum, sem búa í Reykjavík og nágrenni. Aðalfundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað. Á fundinum ræður einfaldur meirihluti úr- slitum í öllum málum öðrum en þeim, er varða lagabreytingar. Til þess að laga- breytingar öðlist gildi, þurfa þær að vera samþykktar með minnst % hluta atkvæða. Tillögu til lagabreytinga má því aðeins taka til afgreiðslu á aðalfundi, að hún hafi borist félagsstjórn fyrir áramót og verið kynnt félagsmönnum í fundarboði. Þó má hvorki breyta ákvæðum 2. gr. né 10 gr. 8. gr. Félagið gefur út tímaritið Náttúru- fræðinginn, er félagsmenn fá ókeypis. í honum skal hvert ár birta skýrslu um starf- semi og hag félagsins og félagatal fimmta hvert ár. 9. gr. Þeir, sem gerst hafa ævifélagar fyrir aðalfund 1969, geta eftir eigin vali fengið árgang Náttúrufræðingsins fyrir % árgj- alds, eða sérprentun af skýrslu félagsins ókeypis. 10. gr. Hætti félagið störfum, skulu eignir þess renna til Náttúrufræðistofnunar ís- lands (Náttúrugripasafnsins). 100

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.