Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 32
stigum C. sylvestris sem hann taldi reyndar að væri sérstakt afbrigði teg- undarinnar, enda voru litareinkenni flugna frá laugasvæðum önnur en gengur og gerist hjá tegundinni. Rykmýslirfur af undirættinni Diam- esinae hafa fundist í töluverðu magni í lækjarsprænu í Esjufjöllum í Vatna- jökli (Erling Ólafsson munnl. uppl.). Þar eru vetrarhörkur í 8 til 9 mánuði á ári og vatnshiti verður aldrei hár. Enn fremur er þekkt að í jökulám eru það rykmýslirfur af undirættinni Diamesin- ae sem eru einna algengustu stóru dýr- in á botninum. Mergð mýlirfa í jökul- ám verður sennilega aldrei mikil enda lífsskilyrðin heldur kaldranaleg (Há- kon Aðalsteinsson 1986). FÆÐA LIRFANNA Rykmýslirfum er skipt í hópa eftir fæðunámi. Lirfurnar geta verið rán- dýr, plöntuætur eða grotætur. Rándýr eru fyrst og fremst lirfur af undirætt- inni Tanypodinae, og hafa þær verið nefndar ránmý. Þær lifa mest á smáum botnkröbbum og ánum (Oligochaeta) sem eru örsmáir ormar, en einnig finnst oft grot og gróðurleifar í þörm- um þeirra (Armitage 1968). Megin- hluti bogmýslirfa (Orthocladiinae og Diamesinae) eru plöntuætur (Oliver 1971). Lirfurnar lifa ýmist á yfirborði grjóts (2. mynd, A), gróðurs eða botnleðju, þar sem þær skófla upp í sig ásætuþörungum af undirlaginu. Óftast eru þetta kísilþörungar, en þegar lirf- urnar skrapa þá upp í sig fylgja oft með lífrænar leifar sem einnig nýtast lirfunum sem fæða (Jón S. Ólafsson munnl. uppl.). Nokkrar tegundir ryk- mýslirfa éta sér göng í háplöntugróðri eða þörungasambýlum, en enn aðrar tegundir rykmýslirfa sía þörungasvif ásamt groti í gegnum net ofið úr munnvatnsþráðum (2. mynd, C). Síu- netin eru margbreytileg en þó iðulega fest í fordyri lirfuhúsa. Þegar síunetið er orðið þakið svifögnum éta lirfurnar það og spinna að því búnu nýtt net. Algengast er þó að lirfurnar éti botnleðju umhverfis bústað sinn (Pét- ur M. Jónasson 1972), en leðjan er sambland grots og ólífrænna agna. Lirfurnar ýmist skófla botnleðju upp í sig (2. mynd, B) með kjálkunum ell- egar þær leggja slímþræði frá munn- vatnskirtlum á yfirborð botnleðjunnar í nágrenni hússsins síns og draga síðan slímþræðina upp í sig ásamt þeim ögnum sem límst hafa fastar. MYNDBREYTING OG KLAK Þegar lirfurnar hafa náð fullum vexti kasta þær síðasta lirfuhamnum og mynda púpuham (1. mynd). Á púpustigi fer fram myndbreyting, þ.e. líkamsvefir lirfunnar umbreytast og rykmýsfluga þroskast. Meðan á mynd- breytingu stendur í púpunni fer ekkert fæðunám fram (Thienemann 1954). Myndbreytingin úr lirfu í flugu er orkufrek og því léttist dýrið á púpu- stiginu, en það varir oftast nokkra daga. Þegar myndbreytingunni er lok- ið myndast loftbóla fremst í púpuhýð- inu, púpan léttist við það og flýtur upp á yfirborð vatnsins þar sem púpuhýðið rofnar. Við óhagstæð skilyrði, svo sem skyndilega lækkun á vatnshita, hægir á myndbreytingunni og hún tekur ekki við sér að nýju fyrr en hlýnar. Því klekjast rykmýsflugurnar sjaldnast í kuldahretum og er það mikilvæg að- lögun að óstöðugu veðurfari (Pétur M. Jónasson 1972). Þegar púpuhamur rykmýsins rofnar 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.