Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 32
stigum C. sylvestris sem hann taldi
reyndar að væri sérstakt afbrigði teg-
undarinnar, enda voru litareinkenni
flugna frá laugasvæðum önnur en
gengur og gerist hjá tegundinni.
Rykmýslirfur af undirættinni Diam-
esinae hafa fundist í töluverðu magni í
lækjarsprænu í Esjufjöllum í Vatna-
jökli (Erling Ólafsson munnl. uppl.).
Þar eru vetrarhörkur í 8 til 9 mánuði á
ári og vatnshiti verður aldrei hár. Enn
fremur er þekkt að í jökulám eru það
rykmýslirfur af undirættinni Diamesin-
ae sem eru einna algengustu stóru dýr-
in á botninum. Mergð mýlirfa í jökul-
ám verður sennilega aldrei mikil enda
lífsskilyrðin heldur kaldranaleg (Há-
kon Aðalsteinsson 1986).
FÆÐA LIRFANNA
Rykmýslirfum er skipt í hópa eftir
fæðunámi. Lirfurnar geta verið rán-
dýr, plöntuætur eða grotætur. Rándýr
eru fyrst og fremst lirfur af undirætt-
inni Tanypodinae, og hafa þær verið
nefndar ránmý. Þær lifa mest á smáum
botnkröbbum og ánum (Oligochaeta)
sem eru örsmáir ormar, en einnig
finnst oft grot og gróðurleifar í þörm-
um þeirra (Armitage 1968). Megin-
hluti bogmýslirfa (Orthocladiinae og
Diamesinae) eru plöntuætur (Oliver
1971). Lirfurnar lifa ýmist á yfirborði
grjóts (2. mynd, A), gróðurs eða
botnleðju, þar sem þær skófla upp í sig
ásætuþörungum af undirlaginu. Óftast
eru þetta kísilþörungar, en þegar lirf-
urnar skrapa þá upp í sig fylgja oft
með lífrænar leifar sem einnig nýtast
lirfunum sem fæða (Jón S. Ólafsson
munnl. uppl.). Nokkrar tegundir ryk-
mýslirfa éta sér göng í háplöntugróðri
eða þörungasambýlum, en enn aðrar
tegundir rykmýslirfa sía þörungasvif
ásamt groti í gegnum net ofið úr
munnvatnsþráðum (2. mynd, C). Síu-
netin eru margbreytileg en þó iðulega
fest í fordyri lirfuhúsa. Þegar síunetið
er orðið þakið svifögnum éta lirfurnar
það og spinna að því búnu nýtt net.
Algengast er þó að lirfurnar éti
botnleðju umhverfis bústað sinn (Pét-
ur M. Jónasson 1972), en leðjan er
sambland grots og ólífrænna agna.
Lirfurnar ýmist skófla botnleðju upp í
sig (2. mynd, B) með kjálkunum ell-
egar þær leggja slímþræði frá munn-
vatnskirtlum á yfirborð botnleðjunnar
í nágrenni hússsins síns og draga síðan
slímþræðina upp í sig ásamt þeim
ögnum sem límst hafa fastar.
MYNDBREYTING OG KLAK
Þegar lirfurnar hafa náð fullum
vexti kasta þær síðasta lirfuhamnum
og mynda púpuham (1. mynd). Á
púpustigi fer fram myndbreyting, þ.e.
líkamsvefir lirfunnar umbreytast og
rykmýsfluga þroskast. Meðan á mynd-
breytingu stendur í púpunni fer ekkert
fæðunám fram (Thienemann 1954).
Myndbreytingin úr lirfu í flugu er
orkufrek og því léttist dýrið á púpu-
stiginu, en það varir oftast nokkra
daga. Þegar myndbreytingunni er lok-
ið myndast loftbóla fremst í púpuhýð-
inu, púpan léttist við það og flýtur upp
á yfirborð vatnsins þar sem púpuhýðið
rofnar. Við óhagstæð skilyrði, svo sem
skyndilega lækkun á vatnshita, hægir á
myndbreytingunni og hún tekur ekki
við sér að nýju fyrr en hlýnar. Því
klekjast rykmýsflugurnar sjaldnast í
kuldahretum og er það mikilvæg að-
lögun að óstöðugu veðurfari (Pétur M.
Jónasson 1972).
Þegar púpuhamur rykmýsins rofnar
26