Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 93
skólans). - Map of the Reykjanes peninsula in SW Iceland, showing surface fissure
swarms (lines) and epicentres of microseisms during the period 1971 - 1986 (shaded),
defining the plate boundary at depth. (Seismology division, Science Inst., University of
Iceland).
að eiga rætur í kólnandi göngum í
þessum kerfum (Einar Gunnlaugsson
1977, Gunnar Böðvarsson 1983) og
hin hraða landlækkun að vera af völd-
um þeirrar kólnunar (Níels Óskarsson
1986, munnl. uppl.). Annar þáttur,
sem bent hefur verið á að kunni að
eiga þátt í almennum sjávarhæðar-
breytingum við strendur Iandsins, eru
efnishreyfingar í jarðmöttlinum undir
íslandi vegna massabreytinga jökla
(Sigfús Johnsen 1986, munnl. uppl.) —
sjá kafla um áhrif efnisflutnings á flot-
jafnvægi.
Heildarsig landsins þvert á gosbelti
fæst með því að tegra jöfnuna yfir 14,5
Ma. C2 er sleppt hér þar sem aðeins er
verið að reikna mismun stöðunnar við
t=0 og 14,5 Ma
2J-M.5 QtV2 V dt = 2[Cj 2/3 t3/2 v]‘4-5
= 2 x 0,273 x 2/3 x (14,5)3/2 x 10
= 200 km2. (3)
Ef Cj = 273, er landlækkun á 14,5 Ma
1040 m. Með því að bera flatarmál
rétthyrnings sem er 1040 m hár og 14,5
Ma x 20 km/Ma = 290 km breiður
saman við flatarmálið undir ferlinum
(230 km2) kemur í ljós að % hlutar
skorpunnar sem myndaðist í gosbelt-
inu hafa sokkið niður fyrir sjávarmál.
Þetta er sýnt á 5. mynd a, b og c.
87