Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 7
Jón Jónsson:
Eldgjárgos og Landbrotshraun
INNGANGUR
Pað var 22. júlí 1893 að Þorvaldur
Thoroddsen (1894 a, 1894 b, 1925)
fyrst leit Eldgjá, og hann verður fyrst-
ur til að lýsa henni og kynna í heimi
jarðvísindanna. Þannig kemst þetta
nafn, að því vitað er, fyrst á prent, en
áður var það vel kunnugt Skaftár-
tungumönnum. Var ýmist talað um
Eldgjá eða bara Gjána, og svo virðist
vera enn í dag. Ekki hafði Þorvaldur
mikinn tíma til rannsókna á þessu
svæði. Af ferðasögu hans að dæma,
virðist hann ekki hafa getað eytt nema
þrem dögum í það. Þrettán árum síðar
kemur þýskur eldfjallafræðingur, Karl
Sapper (1908) á staðinn og gerir kort
af Eldgjá sjálfri og gossprungunni allri
frá Gjátindi suður í Mýrdalsjökul.
Hans Reck (1910) ritar nokkuð um
Eldgjá í doktorsritgerð sinni, en ekki
er Ijóst hvaða athuganir hann gerði
þar sjálfur eða hvað hann hefur tekið
frá Sapper. Svo virðist næsta hljótt um
Eldgjá í heimi vísindanna þar til Bern-
auer (1943) skoðar svæðið allt næsta
vel í sambandi við rannsóknir á
sprungusvæðum landsins, sem raunar
eru fyrstu meiri háttar rannsóknir á
því sviði hér á landi. Umfangsmestu
rannsóknir hingað til á Eldgjá og um-
hverfi gerði bretinn G. R. Robson
(1957), sem tók svæðið fyrir sem próf-
Náttúrufræðingurinn 57 (1-2). bls. 1-20,1987. 1
verkefni og vann að rannsóknum á því
sumurin 1949-1952. Doktorsritgerð
hans um svæðið er 260 bls. með kort-
um og myndum, en hefur ekki verið
prentuð eða gefin út. Loks skrifar svo
Sigurður Þórarinsson (1955) stutta
grein um nyrsta hluta eldsprungunnar,
hina eiginlegu Eldgjá. Um bergfræði
Kötlu-Eldgjár svæðisins skrifar Sveinn
P. Jakobsson (1979). Ætla ég að þá sé
upp talið það sem um Eldgjá hefur
verið ritað og verulegu máli skiptir.
ELDGJÁ
Nafnið sem örnefni nær yfir eldstöð-
ina frá Öxlum norður að Gjátindi, en
hefur af flestum þeim er um hafa ritað
verið látið gilda fyrir sprungubeltið
alla leið suður í Mýrdalsjökul. Hér
verður aðeins fjallað um Eldgjá í
þrengri merkingu, þ. e. þann hluta,
sem örnefnið nær til, en einkum tvær
spurningar vakna í því sambandi, og
skal þeirra nú getið.
Um myndun Eldgjár hafa yfirleitt
ekki verið mjög mismunandi skoðanir.
Karl Sapper (1908) hreyfir fyrstur við
því máli og telur Gjána vera sprengi-
gjá (Explosionsgraben). Hvorki Rob-
son né Bernauer fallast á þá hugmynd.
Robson telur að gosið hafi byrjað sem
hraungos á sprungu og að gjáin hafi
síðan myndast við það að svæðið með-