Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 7

Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 7
Jón Jónsson: Eldgjárgos og Landbrotshraun INNGANGUR Pað var 22. júlí 1893 að Þorvaldur Thoroddsen (1894 a, 1894 b, 1925) fyrst leit Eldgjá, og hann verður fyrst- ur til að lýsa henni og kynna í heimi jarðvísindanna. Þannig kemst þetta nafn, að því vitað er, fyrst á prent, en áður var það vel kunnugt Skaftár- tungumönnum. Var ýmist talað um Eldgjá eða bara Gjána, og svo virðist vera enn í dag. Ekki hafði Þorvaldur mikinn tíma til rannsókna á þessu svæði. Af ferðasögu hans að dæma, virðist hann ekki hafa getað eytt nema þrem dögum í það. Þrettán árum síðar kemur þýskur eldfjallafræðingur, Karl Sapper (1908) á staðinn og gerir kort af Eldgjá sjálfri og gossprungunni allri frá Gjátindi suður í Mýrdalsjökul. Hans Reck (1910) ritar nokkuð um Eldgjá í doktorsritgerð sinni, en ekki er Ijóst hvaða athuganir hann gerði þar sjálfur eða hvað hann hefur tekið frá Sapper. Svo virðist næsta hljótt um Eldgjá í heimi vísindanna þar til Bern- auer (1943) skoðar svæðið allt næsta vel í sambandi við rannsóknir á sprungusvæðum landsins, sem raunar eru fyrstu meiri háttar rannsóknir á því sviði hér á landi. Umfangsmestu rannsóknir hingað til á Eldgjá og um- hverfi gerði bretinn G. R. Robson (1957), sem tók svæðið fyrir sem próf- Náttúrufræðingurinn 57 (1-2). bls. 1-20,1987. 1 verkefni og vann að rannsóknum á því sumurin 1949-1952. Doktorsritgerð hans um svæðið er 260 bls. með kort- um og myndum, en hefur ekki verið prentuð eða gefin út. Loks skrifar svo Sigurður Þórarinsson (1955) stutta grein um nyrsta hluta eldsprungunnar, hina eiginlegu Eldgjá. Um bergfræði Kötlu-Eldgjár svæðisins skrifar Sveinn P. Jakobsson (1979). Ætla ég að þá sé upp talið það sem um Eldgjá hefur verið ritað og verulegu máli skiptir. ELDGJÁ Nafnið sem örnefni nær yfir eldstöð- ina frá Öxlum norður að Gjátindi, en hefur af flestum þeim er um hafa ritað verið látið gilda fyrir sprungubeltið alla leið suður í Mýrdalsjökul. Hér verður aðeins fjallað um Eldgjá í þrengri merkingu, þ. e. þann hluta, sem örnefnið nær til, en einkum tvær spurningar vakna í því sambandi, og skal þeirra nú getið. Um myndun Eldgjár hafa yfirleitt ekki verið mjög mismunandi skoðanir. Karl Sapper (1908) hreyfir fyrstur við því máli og telur Gjána vera sprengi- gjá (Explosionsgraben). Hvorki Rob- son né Bernauer fallast á þá hugmynd. Robson telur að gosið hafi byrjað sem hraungos á sprungu og að gjáin hafi síðan myndast við það að svæðið með-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.