Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 50
6. mynd. Granófyrinnskotið í Slaufrudal í Lóni, horft í norðvestur frá þjóðveginum við
Papafjörð. Ljósi tindurinn á myndinni heitir Bleikitindur, vinstra megin við hann er
Endalausidalur og hægra megin Slaufrudalur. Aðeins hluti innskotsins sést, en í heild
þekur það 15 km2 og er næststærsta innskot hér á landi. Basaltþakið sést vel hægra megin
á myndinni og er sums staðar skorið af granófýrgöngum. Innskotið er talið vera
toppurinn á mun stærri, sívalningslaga berghleifi (Cargill o. fl. 1928), og er vafalítið fornt
kvikuhólf. — A part of the granophyre stock in the valley Slaufrudalur in southeast
Iceland, looking northwest. It covers some 15 km2 and the volume of the exposed part is
about 10 km3 (Cargill et al. 1928). It is probably an extinct shallow magma chamber.
(MyndIphoto Ágúst Guðmundsson).
til staðar í rekbeltum íslands gætu
kvikuhólf í raun ekki myndast í jarð-
skorpunni, einungis misþéttar ganga-
þyrpingar. Nú eru slík hólf til staðar
innan rekbeltisins, og hinn mikli fjöldi
stórra innskota á eldri svæðum (6.
mynd), svo sem á suðausturlandi
(Helgi Torfason 1979), sýnir að
grunnstæð kvikuhólf hafa alltaf verið
til staðar í gosbeltum íslands.
Sú tilgáta hefur nýlega verið sett
fram (Ágúst Guðmundsson 1986a) að
gangainnskot geti tímabundið breytt
spennusviði rekbeltanna á þann veg að
leiði til myndunar lagganga. Svo lengi
sem laggangar haldast fljótandi gleypa
þeir kviku þeirra ganga sem mæta
þeim, þenjast út og geta þróast í
kvikuhólf (7. mynd). Þessi tilgáta á við
myndun grunnstæðra kvikuhólfa á
plötuskilum almennt, svo sem á út-
hafshryggjum þar sem slík hólf virðast
algeng, en verður hér einungis rædd
með tilliti til rekbelta íslands.
44